Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
einbúinn þóttist vísa fólki til vegar.
En, auðvitað, tók ég ekki mark á
því, sem hann sagði, og fór mína
leið.
Dísa — Eins var það með mig. Ég
staldraði hér við, til að ná áttunum.
Einhver aulabárður stóð hér við
staurinn og þóttist vísa viltum til
vegar, með því að benda á hann. En
ekki var það aulabárðurinn, heldur
ég sjálf, sem valdi veginn til glaums
og gleði. Síðan eru liðin fleiri ár,
en hér var það, sem lán mitt hófst.
Jón — Dag skal að kvöldi lofa,
Dísa mín. Ertu nú alveg viss um, að
þú sért lánsöm?
Dísa — Já, meðan ég er viss um
ást þína. (Sér Kýminn, gengur til
hans og réttir fram höndina). Æ,
komdu nú sæll, karlfauskur, og takk
fyrir síðast.
Kýminn — (Réttir henni feimnis-
lega fingurna). Sæl, frú mín.
Dísa — Þekkir þú mig ekki?
Manstu ekki eftir stelpugapanum,
sem þú þóttist eitt sinn segja hér til
vegar? (Til Jóns). Þarna er aula-
bárðurinn.
Jón — Vitleysa! Þetta er hann
Kýminn. Hann kendi mér að græða
fé.
Kýminn — Æ, er þá ekki Jónsi
kominn. (Athugar Jón frá hvirfli til
ilja og heilsar honum með handa-
bandi. — (Til Dísu). Nú, það hefir
heldur en rætzt úr stráknum. —
Ertu kannske orðinn herramaður,
Jónsi?
Jón — (Þurlega). Hvar er hann
Ásvaldur?
Kýminn — Ekki kendi hann þér
að græða peninga.
Dísa — Hver er þessi Ásvaldur?
Jón — Hann benti mér á veg-
vísinn.
Dísa — Þess vegna fórum við sína
leiðina hvort.
Kýminn — Og þess vegna bar
fundum ykkar saman; því allar
götur liggja til Rómu.
Jón — Skítt með Rómu. Hvar er
Ásvaldur?
Kýminn — Heima hjá sér, hérna í
kofanum.
Jón — Segðu honum, að koma út
og tala við mig.
Kýminn — Hann kemst hvergi.
Hann er farlama maður. Gerið svo
vel og gangið í bæinn. (Færir sig
nær dyrunum).
Dísa — Nei, takk! Inn í þetta
hreysi fer ég ekki. (Lítur á arm-
úrið). Svo höfum við engan tíma
til að slóra hér lengur. Segðu karl-
inum að koma út.
Kýminn — Ég get reynt það. (Fer
inn í kofann).
Disa — Hvaða erindi áttu við
þennan einbúabjálfa? Ekki sækir þú
gróðavit til hans?
Jón — Hver veit?
Dísa — (Hlær). Hann, sem ekkert
á nema þetta kofaræksni, og helzt
enn á því, af því að hann var nógu
vitlaus til að byggja það, þar sem
skógurinn er tii einskis nýtur, þó
umhverfis þennan stað, á margra
mílna svæði, væri skógur, sem reyn-
ist hrein og bein auðsuppspretta.
Jón — Og þú ert viss um, að auð-
urinn sé það eina, sem er eftir-
sóknarvert.
Dísa — Já, það eina einasta!
Jón — Mér þykir vænt um, að
þú lítur svo á lífið.