Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 75
ÍSLENZK HELGIKVÆÐI Á MIÐÖLDUM
57
eins í þýzkum hymnum og sálmum
frá því fyrir siðaskipti. Sem dæmi
um líkingu, sem því miður er ekki
fullkomin, má nefna Máría meyjan
skœra og bera það saman við Lobet
die maget Marien eftir Heinrich von
Loufenberg (15. öld):
Máría meyjan skœra
minning þín og œra
verðugt vœri að jæra
vegsemd þér og sóma
soddan sólar Ijóma.
Þú varst ein, ein, ein,
þú varst ein svo helg og hrein
hæstum vafin blóma.
Woluf in andaht allgemein,
ir syend grossz ader clein
vnd singent von einer maget rein,
von einer, die ich meine,
Mle sant gemeine!
Alle sant, sant!
Sant mary ist si genant,
die den tuefel uebermant.
Ló að ég hafi ekki fundið neinn
hátt, sem er nákvæmlega eins eða
nokkuð líkur hættinum á Ljómum,
Þá er sá háttur einmitt ágætt dæmi
Þess sem Þjóðverjar kölluðu Lied,
eða ljóðform og var notað af þýzkum
hynana eða ástaskáldum (Minne-
singer) jöfnum höndum fyrir og um
siðaskipti:
1- Hœstur heilagr andi,
himna kóngrinn sterki,
loflegr líttu á mig,
2. signaðr á sjó og landi,
sannr í vilja og verki,
heyr þú, eg heiti á þig;
3. forða þú mér frá fjandans
pínu díki,
svo feikna kvölunum öllum
frá mér víki,
mér veit þú það, Máríu
sonrinn ríki,
að mæla kynni eg nokkuð
svo þér líki.
Við fyrsta álit kynni þetta að
virðast þrískiptur háttur, en í raun
og veru er hann tvískiptur í ójöfn-
um pörtum. Þjóðverjar kölluðu
partana Aufgesang og Abgesang,
sem ef til vill mætti kalla fram- og
aftursöng á íslenzku þar til betri
orð finnast. Framsöngnum var skipt
í tvo jafna parta, sem á þýzku hétu
Stollen en mætti kannske kalla
stalla á voru máli til að blanda þeim
ekki saman við stuðla og höfuðstafi,
sem að öllum jafnaði myndu binda
saman ójöfnu og jöfnu vísuorðin,
jafnvel í þessum nýju háttum. Ann-
ars er rímið í þessum og öðrum nýju
háttunum háttmyndandi, það er
hér: abc/abc/dddd.
Annars er hátturinn á Ljómum
langt frá því að vera sérstæður, því
að um helmingur allra nýju hátt-
annar er annaðhvort tví-þrí-skiptur
eins og hann, með ójöfnum fram- og
aftur-söng, eða þrískiptur í jafna
þrjá hluti eins og Pange lingua
gloriosi og Mihi est propositum. Lík-
lega eru tví-þrí-skiptu hættirnir
yngra form.
Um sex hættir eru sýnilega gerðir
úr tveim jöfnum hlutum, en það
sem þá er eftir af háttum er allt
meira eða minna óreglulegt og
ójafnt. Erindi í sekventsíum*) eru
*) Frá ðmunatíS var siSur I kaþólsku
kirkjunum aS draga langan og ringðttan
seim á a-inu i Hallelúja í messunni. Á 9.