Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 88
70 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA bekkja, og skráð á bekkina nöfn fundarmanna, þar sem hver þeirra sat á þessum sögulega þjóðfundi. Einnig eru á salarveggjunum á efri hæð málverk af fulltrúunum. Varð okkur sérstaklega numið staðar við myndina af Jóni Moses fulltrúa, al- nafna og langalangafa John Moses, ríkisstjóra í Norður-Dakota og öld- ungadeildarmanns á þjóðþingi Bandaríkjanna, er lézt um aldur fram fyrir allmörgum árum. Mátti því með sanni segja, að honum væri eigi í ætt skotið um stjórnmála- áhuga og forystu á því sviði. Hann var einnig mjög vinveittur okkur íslendingum, enda hafði hann mikl- ar mætur á fornsögum vorum, og las stundum Njálu, sér til skemmt- unar í tómstundum, að eigin sögn. Við höfðum oftar en einu sinni heima á ættjörðinni fundið um okkur leika hugblæ hinnar dýpstu hrifningar á Þingvöllum við Öxará. Við vorum snortin svipaðri tilfinn- ingu, er við stóðum á helgri grund Eiðsvallar og hugleiddum frelsisbar- áttu frændþjóðarinnar norsku. Og ánægjulegt var þá jafnframt að minnast, hversu mikla hlutdeild Snorri Sturluson hafði með Noregs- konungasögum sínum átt í því að halda vakandi sjálfsvirðingu hinnar norsku þjóðar og frelsisást hennar, og þá um leið óbeinlínis átt grund- vallar þátt í endurheimt sjálfstæðis hennar. Þetta hafa frændur okkar Norðmenn einnig drengilega viður- kennt, eftirminnilegast með Snorra- styttunni í Reykholti, er þeir sæmdu þjóð vora að gjöf í tilefni 700 ára árstíðar Snorra. Þingvöllur — Eiðsvöllur! Gjör- ólíkt er umhverfi þeirra að vísu, en báða þessa helgistaði frændþjóð- anna sveipar sögunnar heiði ljómi, og í minningabrunn þeirra hefir hvor þjóðin um sig sótt og mun halda áfram að sækja þrek í stríði. í Guðbrandsdal og Austurdal Frá Osló lá leið okkar stuttu síðar með járnbrautarlest norður Guð- brandsdal áleiðis til Þrándheims. Guðbrandsdalur er sögufrægur mjög frá fornri tíð; búsældarlegt er þar um að litast, enda stórbýli mörg á þeim slóðum, og víða er þar lands- lagsfegurð mikil. Var för okkar fyrst heitið til Lillehammer, en sá bær stendur á mjög fögrum stað við Mjösavatn. Er bærinn sérstaklega frægur fyrir hið mikla Byggðar- og þjóðminjasafn sitt (De Sandvigske Samlinger), sem kenndar eru við safnandann, Anders Sandvig tann- lækni (1862—1950). Vann hann það nytjaverk og þrekvirki að færa þarna í einn stað eitthvað eitt hundrað gömul bæjarhús víðsvegar að úr Guðbrandsdal ásamt hús- og búsgögnum öllum. Vakti það fyrir honum að varðveita með þeim hætti hina aldagömlu og gagnmerku bændamenningu, sem þróazt hefir í Guðbrandsdal og sett á hann sinn sérstaka þjóðfélagsbrag. Þetta hefi1' safnandanum tekizt með ágætum. Er það framúrskarandi fræðandi að ganga þar úr einu húsi í annað, svo glöggum myndum er þar brugðið upp af lífi og starfsháttum liðinnar tíðar, að hún stendur manni lifandi fyrir sjónum. Veðri var þannig farið daginn, sem við vorum í Lillehammer, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.