Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 61
DR. STEFÁN EINARSSON:
íslenzk helgikvæði á miðöldum
íslenzk helgikvæði á 12., 13. og 14.
°ld eru kynblandin blóm, sem sækja
form, mál og stíl til dróttkvæða, en
andann til samtíða strauma í heim-
speki og guðfræði kaþólsku kirkj-
unnar á miðöldunum. Það er í raun-
lnni stór furða, að sálmaform kirkj-
unnar, hættirnir óbreyttir, skyldu
ekki þegar frá fyrstu tíð teknir upp
af skáldum íslenzku kirkjunnar; en
líklega hefur hinum fyrstu klerk-
lærðu höfðingjum, eða goða-klerk-
Urn! ekki fundizt neitt athugaverð-
ara við að semja siði hennar að ís-
lenzkum staðháttum á þessu sviði
heldur en á mörgum öðrum. Svo
tthkið er víst, að hreinir kaþólskir
sálmahættir, eða hymnahættir, sjást
ekki 1 íslenzkum bókmenntum fyrr
en á 15. öld.
Hinar fornu kenningar haldast í
skáldamáli, og það jafnvel þær, sem
n°ta hin fornheiðnu goðanöfn, eins
°g kenningar í Plácítusdrápu, sem
de Vries hyggur yngri en 1150 vegna
^nrgra goðakenninga í henni. Ekki
er óhugsandi að 12. aldar „endur-
reisnin“ í Evrópu, sem þar vakti
ný]an áhuga á grísk-latneskum
f°rnbókmenntum og blés lífi í klass-
iska goðafræði, hafi hjálpað íslenzku
ierkunum til að meta sína eigin
lrmlendu goðafræði, ef þeir höfðu þá
n°kkurn tíma týnt því niður. Ef svo
er þá varð þetta sérstaklega íslenzk
endurreisn alveg eins og hin eigin-
lega 16. aldar endurreisn varð ís-
lenzk, jafnvel á Norðurlöndum.
Nýtt og frjótt viðfangsefni helgi-
kvæðaskáldanna varð það að finna
upp kenningar fyrir Guð, föður, son
og heilagan anda, ásamt persónum
úr biblíu- og heilagramannasögum.
Þá gat jafnvel íslenzk náttúra komið
þeim til hjálpar eins og auðséð er,
ef athugaðar eru himinkenningarn-
ar, sem Gamli kanoki í Þykkvabæ
tengdi við konungaheiti til þess að
kenna drottin himins, eða Krist.
Guðmundur Finnbogason hefur at-
hugað það, að himinninn í Harmsól
er í tuttugu og þrem kenningum
kenndur við úrkomu, storm, ský,
jafnvel þrumur og eldingar, en í tíu
kenningum aðeins sér til sólar! En
frá þessum elztu helgikvæðum, sem
full eru af kenningum er nokkuð
jöfn þróun fram að Lilju á 14. öld,
sem vísvitandi sneiðir hjá kenning-
um og markar þannig tímamót í
helgikvæðagerð.
Straumhvörf í hugsun guðfræð-
inga og kirkju koma fram í breytt-
um viðhorfum skálda til Guðs,
Krists og heilagra manna. Þannig
hugsuðu menn sér upphaflega (á
10. og 11. öld) Hvíta-Krist sem vold-
ugan sigurkonung, og það ekki ein-
ungis af því, að hann hafði unnið
sigur á Ása-Þór og öðrum norræn-
um goðum, heldur fyrst og fremst
af því að kirkjunnar menn sjálfir