Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 97
79
Á FORNUM FEÐRASLÓÐUM
yfir Bóknarfjörð, og er það mjög
skemmtileg sjóferð, þegar veður er
jafn yndislegt og var þennan dag,
lygnt og hlýtt, enda var þetta ein-
hver allra ánægjulegasta ferð okkar
fram með Noregsströndum, en löng-
um er þar fagurt og tilbreytingaríkt
til lands að líta.
Stafangur er á stærð við Reykja-
vík, að borgarhverfunum meðtöld-
um, og er höfuðborg Rogalands; á
hún sér að baki fulla þúsund ára
sögu, og má líkt um hana segja og
um Björgvin, að mjög er það áber-
andi, hvernig hið gamla og nýja
sameinast þar í húsagerð og setur
það sinn sérstaka svip á borgina.
Tilkomumesta hús hennar er
Dómkirkjan, sem byggð var á 12. öld
°g er einhver allra fegursta stein-
kirkja í Noregi. Allmargt er högg-
naynda í kirkjunni, meðal annars af
Magnúsi konungi lagabæti. En það,
sem sérstaklega vekur athygli á-
horfandans, er hinn afar skrautlegi,
útskorni prédikunarstóll frá 1658, er
óhætt að segja, að eigi sér fáa líka.
í miðri borginni stendur Valberg
turninn, gamall steinturn, og er
þaðan ágætt útsýni yfir borgina og
fagurt umhverfi hennar.
Þegar ekið er út á Sólaflugvöll
uokkrar mílur fyrir sunnan Staf-
angur, er farið fram með Hafurs-
firði, þar sem orustan söguríka var
háð, er úrslitum réð um tildrög ís-
iandsbyggðar. En á Sóla bjó höfð-
inginn Erlingur Skjálgsson til forna,
eins og kunnugt er. Nokkuru sunn-
ar er Jaðarinn, og er það á Ögðum,
en þaðan kom, ásamt mörgum öðr-
um landnámsmönnum íslands, Þor-
valdur að Dröngum vestur, faðir
Eiríks rauða.
Af Sólaflugvelli flugum við til
Oslóar á fögru sumarkvöldi; var
Noregur svipmikill yfir að líta úr
loftinu og harla stórskorinn; og
fagurlega naut Osló sín, er maður
nálgaðist hana að því sinni sveipaða
kvöldsins ljóma.
Áttum við þar nú aðeins stutta
dvöl, fórum síðan sjóleiðis til Dan-
merkur; vorum þar vikutíma og
flugum þvínæst í höfðinglegu boði
Loftleiða frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur. Á þeirri leið var aftur
komið við á Sólaflugvelli; gafst
okkur þá á ný tækifæri til að sjá
svipmikinn Hafursfjörð, og rifjaði
sú sýn jafnframt upp fyrir okkur
hin nánu tengsl Noregs og Islands.
Með einlægum söknuði litum einnig
hið forna feðraland hverfa í móðu
fjarlægðarinnar og hjúp þungviðris-
ins, sem grúfði yfir Noregsströndum
þann dag.
Lokaorð
Enginn íslendingur, sem nokkuð
verulega þekkir til sögu þjóðar
sinnar, getur ferðazt um Noreg, og
þá ekki sízt um þá landshluta, sem
flestir landnámsmenn íslands komu
úr, svo að hann finni ekki glöggt
til þess, hve rætur hans standa þar
djúpt í mold, og honum hitni ekki
um hjartarætur að sama skapi.
Séra Matthías lýsti laukrétt þeirri
tilfinningu í Noregskvæði sínu:
Nú hef ég litið landið feðra minna,
það landið, sem mér hló á bernsku-
dögum,