Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 55
CJM ÍSLENZKU HANDRITIN
37
og mikil og oft hrein neyð, og höfðu
menn þá ekki sömu sinnu og gæzlu
á hinum andlegu fjársjóðum, svo að
fyrir gat komið, að þeir nýttu skinn-
handrit til skæða, klæða eða ann-
arra nota. En þó að slíkt kæmi
fyrir, var þó þetta allt seinvirkara
en bruninn mikli í Kaupmannahöfn.
Þannig má velta þessu fyrir sér
fram og aftur, en í rauninni lítið
unnið við það og nú ekki annar til
en miða við orðinn hlut.
Árni arfleiddi Hafnarháskóla að
safni sínu, þann skóla, er þá var um
leið háskóli íslendinga. Annað gat
hann varla gert, þar sem háskólinn
var á þeim tímum hin eina mennta-
stofnun í löndum Danakonungs, er
trúandi var fyrir handritunum. En
enginn skyldi þó ætla, að Árni hafi
safnað handritunum og bókunum
handa Dönum eða þeirra vegna, því
að allt það starf vann hann fyrst og
fremst í þágu íslands og íslendinga.
Um tilgang Árna með bókunum
segir ritari hans Jón Ólafsson frá
Grunnavík svo:
• • • Þær skyldi vera sínum lands-
^aönnum til gagns, þeim er vildi sig
ookkuð gefa að gagnlegum studiis
fleiri og Theologicis; því hann var
l_öngu fyrir sitt andlát búinn að
ásetja að stifta það stipendium, sem
fram kom undir sjálft hans andlát.
Eg heyrði hann segja það á bana-
saenginni til nokkra góðra vina,
sem nálægir voru, að fyrst hann
hefði verið barnlaus sjálfur og guð
hefði gefið sér efni til þessa, hefði
hann viljað gera það landsmönnum
smum til fyrirgreiðslu. Og eigi væri
sú sín meining, að þeir, sem þess
nyti, skyldi vera antiqvarii eður
erfiða í því allir, heldur þó sumir
væri við studium Theologicum, njóta
þess til uppheldis og geta því betur
keypt sér bækur og stafað sig so
fram til góðra embætta, jafnvel í
andlegri stétt!
Á sama hátt og Snorri Sturluson
og verk hans verða aldrei norsk,
hversu gjarna sem Norðmenn vildu,
að svo hefði mátt vera, verða hvorki
sjónarmið Árna Magnússonar né hin
íslenzku handrit hans dönsk, hvern-
ig sem Danir láta. Og hið sama
gildir um önnur íslenzk handrit í
vörzlu þeirra, svo sem hin stór-
merku handrit í Konungsbókhlöðu
Dana, sum þeirra upphaflega send
konungi að gjöf.
íslendingar hafa nú kallað eftir
handritum sínum í hendur Dönum
og lagt þar fram mörg rök og þung.
Verður sú deila, er risið hefur af
kröfum þessum, ekki rakin að sinni,
enda er hún flestum kunn af víð-
tækum blaðaskrifum um hana. Það
eitt er þó ljóst, að báðir aðilar hafa
í svipinn spillt því færi, sem þeir
höfðu í byrjun: Danir til að afhenda
handritin í einlægni og Islendingar
til að taka við þeim með fögnuði.
Er því ekki anna'ð að gera en bíða
um stund og safna geði, unz hægt
verður að setjast að samningum að
nýju og leysa þetta mál a þann hatt,
sem heiðri beggja þjóðanna sómir.
Verður þá og tími til að gera ýtar-
lega grein fyrir þessu merka máli,
gangi þess og úrslitum.