Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 62
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
höfðu lagt mikla áherzlu á þessa
hlið hans í hinni frægu og vinsælu
Niðurstigningarsögu. En á 12. öld —
öld krossferðanna! — fengu menn
nóg af þessum dýrðlega sigurkon-
ungi og fóru heldur að hugsa um
Krist eða Guð sem manninn, er
kvaldist og dó fyrir syndir vorar á
krossinum. Svo skrifar Anselm af
Kantaraborg: „Það er sætara miklu
að sjá þig fæddan í þennan heim af
meynni móður þinni, heldur en að
sjá þig borinn í dýrðarljóma af
föðurnum fyrri en morgunstjarnan,
og ljúfara er að líta þig deyja á
krossi, heldur en að sjá þig ríkja
yfir englum á himnum. Hvergi skil
ég Krist betur en þar sem hann
hangir á krossinum.11 Bæði Harmsól
og Líknarbraut hafa dálítið af þessu
viðhorfi; í Lilju er það enn skýrara,
en langt um skýrast í Passíusálmum
Hallgríms Péturssonar.
Þeir sem hugleiddu Krist, mann-
inn, gátu ekki komizt hjá því að
gefa jafnframt gætur að fólkinu í
umhverfi hans, hvort sem það var
við vögguna eða krossinn. Svo var
auðvitað um Maríu, sem eftir 1200
fer að sjást grátandi við krossinn,
mater dolorosa, svo var og um Jó-
hannes postula, lærisveininn sem
meistarinn elskaði. Heilagur Bern-
harður og Benediktsmunkar í
Citeaux á Frakklandi hleyptu
Maríu-dýrkun af stokkum á 12. öld
þar í landi, en hún fékk beggja
skauta byr á íslandi á 14. og 15. öld.
Þessar aldir voru líka aldir annara
dýrlinga á íslandi, postula og píslar-
votta; en Jóni (Jóhannesi) postula,
Pétri postula, Nikulási helga og
Tómasi af Kantaraborg hafði verið
sungið lof þegar á 13. öld eftir
kvæðaleifum að dæma.
Mjög sterkur þáttur í arfi kirkj-
unnar var táknmál og táknfræði,
symbólismi og allegóría og klerkar
notuðu oft eins konar kenningar er
uxu úr þessum táknfræðilega jarð-
vegi og mætti því kalla táknkenn-
ingar (conceits?) til aðgreiningar
frá kenningum fornskálda. Af þessu
tæi var flœðar stjarna = maris stella
(Þ. e. Máría), friðar sýn = visio
pacis (þ. e. Jerúsalem) (Geisli
1152); sól táknandi Guð (Harmsól,
Sólarljóð, um 1200); hjörtur tákn-
andi Krist (Plácítusdrápa 1150—80,
Sólarljóð, sbr. hinn íslenzka Physio-
logus); segl Óðins kvánar (Friggjar,
eða Freyju, eða Venusar) þruma
(hanga) á þráreipum (Sólarljóð).
Eins og mest af helgum kvæðum í
kristnum dómi Vesturlanda er
meginþorri íslenzkra helgikvæða
andlítill og leiðinlegur lestur a. m. k.
fyrir mann sem ekki er sanntrúaður
sjálfur. Nokkrir tindar gnæfa þó
bjartir og skínandi yfir flatneskj-
una: andlátsbæn Kolbeins Tuma-
sonar (1208), Sólarljóð frá sama
tíma og Lilja Eysteins Ásgrímssonar
(um 1350).
Frá 12. öld hafa geymzt fjögur
helgikvæði heil og nokkur brot.
Geisli Einars Skúlasonar er elzta
kvæðið; það er drápa (71 erindi)
til dýrðar Ólafi konungi helga, en
hann er þar kallaður öflugur geisli
miskunnar sólar (Drottins), og sú
sól var borin af flæðar stjörnu
(maris stella, Máríu). Það er lofgerð
um hinn helga mann og jarteinir
hans fremur heldur en konungslof,
þótt skáldið gleyini ekki með öllu