Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 35
KROSSGÖTUR
17
Dísa — Eins og ég hafi farið dult
með þá skoðun fram að þessu.
Jón — Nei, ekki það. En mér
kemur sérstaklega vel, að þú stað-
festir nú með orðum þínum, það
sem ég hefi altaf vitað.
Dísa — (Hlær). Ég skal leggja eið
að því, sé þér nokkur þægð í því.
(Virðir Jón fyrir sér). En hvers
vegna krefst þú staðfestingar?
Jón — Vegna þess, að auður er
það eina, sem ég get veitt þér.
Dísa — Annars þarf ég ekki með.
Jón — Þú ert altaf jafn skynsöm,
og nú kemur það sér vel; því hér
skiljum við.
Dísa — Skiljum! (Hlær). Þú ert
svo mikill alvörumaður, að þú ættir
aldrei að slá upp á spaug.
Jón — Mér er líka þetta full al-
vara. Við stöndum hér aftur á kross-
götum — eins og fyrr. Þá fórum við
héðan sína leiðina hvort.
Dísa — Einmitt til að hittast aftur.
Jón — Eftir að skilja hér, megum
við ekki finnast aftur.
Dísa — Ertu genginn af vitinu?
Þú lofaðir mér —
Jón — Ég lofaði þér, að sjá um,
að þig skorti aldrei neitt. Það ætla
óg mér að enda. Betur get ég ekki
gert.
Dísa — Þú getur skilið við kon-
una og gifst mér. Þú ert stórríkur
°g getur alt — hefir öll völdin.
Jón — Eins og stendur, er ég auð-
ugur, en ræð ekki neinu. Þess vegna
þarf ég að finna Ásvald að máli.
Dísa — Þú ert áreiðanlega ruglað-
Ul> ef þú ætlar að sækja hingað eitt-
vað meira en auðurinn getur veitt
þer.
Jón Svo ég segi þér eins og er,
Dísa, ræð ég engu. Auðunn hefir öll
völdin.
Dísa — Á ég að trúa því að þú
sért mannleysa?
Jón — Það var að þínu ráði, að ég
giftist dóttur Auðuns. Á þann hátt
varð ég auðugur. Allslaus gat ég
ekki notið hæfileika minna, en í
félagi við þá, Stein og Auðun, urðu
mér allir vegir færir á sviði fjár-
málanna.
Dísa — Og nú áttu ekki annað
eftir en losast við konuna, sem varla
mun kæra sig um að þú eigir okkur
báðar.
Jón — Nei, skilnað mundi hún
veita mér; en losaðist ég við hana,
eins og þú kallar það, mundi ég
losast við fleira.
Dísa — Til dæmis?
Jón — Mannorð mitt og sjálfs-
virðing, sé það til.
Dísa — Þetta er fyrirsláttur. Þú
vilt losast við mig.
Jón — Það yrði mér hægðarleikur,
þegar ég væri orðinn öreigi.
Dísa — Hvers konar vitleysa er
þetta?
Jón — Auðunn gamli er skarpari
en ég, og hann hefir ráðið ráðum
fyrir mér, og er nú svo komið, að
með því að stinga niður penna, gæti
hann flegið mig inn að skyrtunni.
Hann ann dóttur sinni og veit henni
þykir vænt um mig, og mundi
einskis svífast, þar sem ímynduð
hamingja hennar og sæmd eiga í
hlut.
Dísa — Þetta er bölvuð mein-
loka — nema þú sért heimskingi
og rola.
Jón — (Hlustar. Bifreið heyrist
koma og stanza úti á veginum).