Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 99
KRISTINN PÉTURSSON:
Eitt andartak
Ég mætti séra Árna á mannlausri
götunni — og samt hefði hann
gengið fram hjá mér án þess að sjá
mig, ef ég hefði ekki ávarpað hann
að fyrra bragði.
„Hún er dálítið erfið ræðan, sem
þú ert að glíma við núna, séra
Árni.“
Séra Árni brosti og rétti mér
höndina, þegar hann sá, hver það
Var, sem talaði til hans. „Blessaður
Vertu, það er ekki ræðan, sem ég er
að hugsa um núna, ég samdi hana
fyrir ári síðan; en það er bréf, sem
e§ fékk í dag frá vini mínum, sem
ðýr vestur á strönd; hann segir mér
iút manns, sem ég hafði aðeins einu
sinni séð og talað við aðeins örstutta
stund.“
>>Nú, þetta hlýtur að hafa verið
aberandi maður, að þú skulir muna
hann ennþá eftir svona stutta við-
kynningu; dálítil vasaútgáfa af spá-
^nanni eða eitthvað í þá átt“, sagði
e§ glettnislega.
„Oftast held ég hann hafi unnið
yrir lífí S1'nu sem fiskimaður eða
sjómaður, þó má vel vera að hann
afi hið innra átt gneista af þeim
andans eldi, sem spámönnunum er
eignaður“, svaraði séra Árni tölu-
Vert alvarlega. „En ef þú hefir ekk-
ert sérstakt fyrir stafni, skulum við
erna hérna inn á kaffihúsið, og ég
s ai segja þér, hvernig ég kynntist
Pessum manni; við getum sopið
affibolla eða tvo á meðan.“
Þegar við vorum setztir niður,
byrjaði séra Árni söguna án nokkurs
sérstaks formála
Þetta var á skólaárum mínum, ég
flögraði þá víða, og stundum féllu
ár úr án þess að ég gæti sótt skóla
sökum peningaleysis; á þessum
millibilsárum og í skólafríinu vann
ég hvaða erfiðisvinnu sem var og
ég gat náð til; oftast þó við fiski-
veiðar, því að venjulega var sú
vinna bezt borguð.
Ég var nýkominn til Vancouver
og vissi ekki til að ég þekkti þar
nokkurn mann; verður mér þá ekki
gengið fram á Jón jafnaldra minn
og góðkunningja héðan að austan;
hann stendur þar á strætishorni og
er að tala við mann, sem ég hafði
aldrei séð áður. Eftir að hafa látið
undrun mína í ljós yfir þessum
óvæntu fundum okkar, gerði Jón
mig kunnugan vini sínum, Einari
Brandssyni, manni vel miðaldra,
hæglátum, en þægilegum; þeir
Einar og Jón voru samskipsmenn á
flutningaskipi, sem nú lá í Van-
couver til viðgerðar.
Jón bauð okkur inn á bjórstofu,
þar sátum við nokkuð lengi og
ræddum ýmis málefni. Einar lagði
ekki margt til mála, þar til er við
Jón fórum að gera samanburð
sléttufylkjanna og fjalllendis British
Columbia, þá byrjaði hann að