Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 106
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
voru ekki þau einu, sem fátæk voru,
sagði hún. En svo raknaði fram úr
fyrir flestum með tímanum, og því
þá ekki eins fyrir þeim. Hún hafði
von um atvinnu öðru hvoru á gisti-
húsi nokkru; hún hafði unnið þar
nokkrum sinnum og með þeim hætti
áleit hún, að þau gætu bjargast
yfir veturinn, ef hún hefði heilsu
og engin ný óhöpp kæmu fyrir.
Svo þegar góða veðrið kæmi myndi
honum batna. Þá væri þrautin
unnin. Hún sá glögt hve tæpt þau
stóðu, hún ein til þess að halda
lífinu í þeim fjórum, að þetta nýja
líí þeirra var fremur örðugt, en svo
var ekki að fárast um það. Og öll él
birta upp um síðir.
Einna erfiðast virtist henni viðar-
færslan utan úr skóginum og heim.
Að þurfa að kafa snjóinn með viðinn
á öxlunum; það var býsna harð-
hnjóskulegt kvenmannsverk, og
hafði hún þó ekki vanist góðu. En
exinni kunni hún að beita eins vel
og hver annar.
Þegar hún sá, hverju hún fékk
áorkað í skógarhögginu, kom fram
spurning í huga hennar: Því ekki að
skjóta. — Skjóta þeim til bjargar.
Hún hafði aldrei hleypt af byssu á
æfi sinni. En þá að læra það. Þarna
var byssan og skotfæri. En ef eitt-
hvert slys hlytist af því. Engu mátti
muna, alt líf þeirra hékk á henni
einni. Samt fór hún að bera byss-
una í sigti, en hún gat aldrei haldið
henni kyrri, og hana sárverkjaði í
axlirnar eftir viðarburðinn.
Byssan var látin á sinn stað.
II.
Það var aðfangadagur jóla og
einum færra í kofanum.
Húsmóðirin hafði lagt af stað í
býti um morguninn til þess að þvo
á gistihúsinu. Þangað var- um 5 míl-
ur að fara og færi vont, ekki sízt
frá kofanum út á þjóðveginn, en
þar var snjórinn troðnari. Hún
hafði sagt börnunum, áður en hún
fór, hvað þau ættu að gera um
daginn, passa eldinn, útvega sér og
föður þeirra það sem hún hafði tekið
til og sett á vissan stað fyrir þau að
finna, það sem þau áttu að borða
og útvega föður þeirra að drekka
þegar hann vildi, og að vera góð
börn, þá skyldi hún færa þeim eitt-
hvað.
Tilhlökkunin til kvöldsins, þegar
móðir þeirra kæmi frá þorpinu með
eitthvað fallegt, vék ekki frá þeim
allan daginn. Þau höfðu fengið ofur-
lítinn skrúðfuruanga utan úr skógi,
sem móðir hennar hafði borið heim,
því henni þótti hann svo fallegur,
og hún sagði þeim að þetta væri
jólatréð þeirra. Og þau reistu hann
upp við rúmgaflinn sinn, og þetta
var jólatréð þeirra, virkilegt jólatré.
En aldrei ætlaði þessi dagur að
líða. Þeim fanst hann lengri en allir
aðrir dagar.
Þau hlupu á víxl til föður síns til
þess að fá að vita, hvað framorðið
var, og hann seildist altaf eftir úrinu
sínu í stóra messingar-hulstrinu
undir koddann sinn.
Eftir því sem á daginn leið,
dimmdi meira í lofti og það fór að
drífa. Eftir góða stund var skollin á
norðanhríð með mikilli fannkomu.
Faðirinn varð órólegur. Börnin
fóru út til þess að geta sagt honum
hvernig viðraði. Þau supu hveljur,
þegar snjógusurnar komu framan í