Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 41
krossgötur
23
Ásv. — Farðu ekki illa með vesal-
ings kvikindin.
Kýminn — Engin hætta. Við
erum ekki stórvitrir stjórnmála-
naenn og því ólíklegt, að við berumst
á banaspjót.
(Björg kemur með mat, sem hún
ber á breiðum fjalarstúf og setur
niður á kné Ásvaldar. Hagræðir
kodda við bak hans. Sveinn á eftir,
ker kaffikönnu og hellir í skál á
fjölinni. Kýminn hleypur að dyrun-
um og lokar þeim).
Björg — (Veitir á Ásvald. Hann
niatast). Hvaða undur liggur þér á
að loka dyrunum?
Kýminn — Ég kæri mig ekki um
að verða af galdrinum fyrr en ég
má til.
Björg — Við hvað á maðurinn?
Ásv. — Kýminn segir, að hvert
handtak þitt sé hvítigaldur, sem þú
niunir hafa lært á svartaskóla. (Þau
hlæja).
Sveinn — Ég er á Kýmins máli
hvað galdurinn snertir, en ekki
skólavistina.
Kýminn — Alt er eitt og hið sama.
Allar götur liggja til Rómu. Allir
menn eru eins og allir ormar.
Björg — Kannske þér sýnist
vera eins og könguló?
Kýminn — Ekki er alt sem sýr
Eu um mann gætir þú ofið óslíta
vef. __ Ekki sattj Sveinki?
Björg — Ég held karlinn meini,
að hrósa mér.
Ásv. — Kýminn ætlar að skemta
Ser með skarnpurkum og jötun-
u*um meðan ég er í burtu.
Kýminn — Þar með er ekki sagt,
að ég vildi ekki heldur búa með
henni Björgu. —
Björg — Heyrið þið hvernig hann
skjallar mig?
Kýminn — Og munu þó vesalings
skorkvikindin reynast betri til sam-
búðar en herramenn eins og þeir
Steinn og Auðunn. (Hneigir sig af-
káralega fyrir Björgu. Hún hlær og
tekur fjölina af knjám Ásvaldar,
sem hefir matast.
Kýminn — (Tekur fjölina af
Björgu). Leyfið mér, frú mín eða
fröken. Nú geng ég einn um kofann.
Aðrir fá ekki að njóta galdursins.
(Fer inn).
Björg — Það er gaman að
karlinum.
Ásv. — Þetta er bezti maður og
hefir stytt mér marga stund. En ég
er hræddur um að honum leiðist
einsetan.
Sveinn — Nú skulum við hafa
okkur á stað.
Ásv. — Hvernig kemst ég út að
bifreiðinni?
Björg — Hann Sveinn ber þig
þangað.
Ásv. — Hann fær að vita af mér.
Sveinn — (Tekur Ásvald í fang
sér). Hvaða undur ertu léttur. Það
er ekkert eftir af þér.
Björg — Farðu varlega, Sveinn.
Ásv. — Hann fer með mig eins og
brotið egg.
Kýminn — (Kemur út). Eruð þið
nú að fara?
Ásv. — Já, taktu í hönd mína.
(Kýminn kveður þau þegjandi með
handabandi. Þau fara. Kýminn
stendur eftir við vegvísinn og
þurkar augun á erminni).
—Tjaldið.