Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 44
26 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Jón — Ég skal hjálpa þér til að koma honum út. Dísa — Ég kem. (Fer inn). Kom- inn? En hann Jón. Kýminn — (Kallar). Komdu inn, Jónsi minn. Jón — (Fer inn). Ég kem. (Leiksviðið er autt þar til Jón og Dísa koma út með Kýminn). Kýminn — Lofið mér að sitja við vegvísinn. (Þau fara með hann að staurnum). Það er ylur í sporum Ásvaldar. Nú fer mér að hlýna. Jón — (Leggur höndina á enni Kýmins). Þér er ekki kalt, Kýminn. Þú hefir hitasótt og ert fárveikur maður. Kýminn — Ég veit hvernig mér líður og enginn annar. Jón — Ég tek þig með mér og flyt þig á sjúkrahús. Kýminn — Nei, Jónsi minn. Hér og aðeins hér fæ ég bata á vesöld minni. Jón — En hér getið þið ekki leng- ur haldist við. Á morgun koma menn til að rífa kofann og brenna hann og alt ruslið. Hér á að hreinsa alt upp. Dísa — Ég vona, að þú kveikir eldinn, svo eyðileggingin takist sem bezt. Jón — Ég hefi margoft boðið þér og Kýmni betri samastað, og það skal ekki hrekjast fyrir ykkur ef ég má ráða. Dísa — Ég lét þig ráða fyrir mér altof lengi. En lengur skaltu ekki þurfa að bera áhyggjur út af mér. Sjá þú um karlfuglinn, og svo fer ég mína leið. Kyminn — Og nú er ég vegvísir þinn eins og fyrr. Dísa — Ég fer minn gamla veg. Kýminn — Alveg rétt. Allar götur liggja til Rómu. Dísa — Ég þakka ykkur fyrir allar ykkar leiðbeiningar. (Fer. — Jón horfir eftir henni). Kýminn — Er hún farin? Jón — Hún er farin. Kýminn — Og ég vísaði henni veginn, sem sannar, að ég held enn embættinu. Jón — Það er ágætt. En nú fer ég og síma eftir sjúkravagni. Kýminn — Þú um það. En héðan fer ég ekki. Hér verð ég um aldur og æfi, mestur vegvísir í heimi. Jón — (Hristir höfuðið). Ég kem aftur að vörmu spori. (Fer). Kýminn — Nú er ég mestur í heimi. Þetta sagði Ásvaldur, að ég væri eins og keisarinn. Nei, ekki meiri en keisarinn. Eins og ormur, ekki meiri en ormur. Alt kemur heim og saman. Allar götur liggja til Rómu. (Sveinn og Björg koma frá hægri. Verður hverft við er þau sjá Kým- inn liggja við staurinn). Sveinn — Ætli hann sé dauður? Kýminn — Ekki nú aldeilis. Nú vísa ég hér til vegar. Björg — (Flýtir sér og krýpur við hlið hans). Hann er að fram kominn. Hvað ertu búinn að liggja hér lengi? Kýminn — Aðeins langa eilífð og stutt augnablik. Sveinn — Er hann með óráði? Kýminn — Það er ég, og ekki síður en aðrir. Björg — Hann hefir svæsinn blóð- hita. Kýminn — Það þykir mér gott að heyra; því ég var alveg að krókna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.