Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 79
ÍSLENZK HELGIKVÆÐI Á MIÐÖLDUM
61
ósómi Skáld-Sveins, fyrsta kvæði
þessarar tegundar sem varðveitzt
hefur:
Hvað mun veröldin vilja,
hún veltist um svo fast,
að hennar hjólið snýr?
Skepnan tekur að skilja,
að skapleg setning brast
°9 gamlan farveg flýr.
Hamingjan vendir hjóli niður til
jarðar,
háfur eru til einskis vansa sparðar,
le9gst í spenning lönd og gull og
garðar,
en gœtt er síður hins er meira
varðar.
Þung er þessi plága,
er þýtur út í lönd
°9 sárt er að segja frá;
'aaillum frænda og mága
^aagnast stríð og klönd,
klagar hver mest er má;
a vorum dögum er veröld í hörðu
reiki,
varla er undur þó að skepnan skeiki,
sturlan heims er eigi létt í leiki,
lógmál bindr, en leysir peningrinn
bleiki.
Svara með stinna stáli,
st°ltarmenn fyrir krjár,
en vernda lítt með letr;
Þann hefr meira úr máli,
vaanna styrkinn fár
°9 búkinn brynjar betr;
Panzari, hjálmr, pláta, skjöldr og
skjómi
S^nfa lögin og réttinn burt úr dómi,
a slá og stinga þykir nú fremd og
frómi,
fáð er bótin, friður, sátt og sómi.
Þetta stórfenglega kvæði undir
Ljóma-hætti deilir hart á stór-
mennsku og lagaleysi höfðingja á
þessum tíma. Lýsing skáldsins á
samtímanum, seinna hluta fimm-
tándu aldar, róstusömum, illvígum
og harðvítugum, er sennilega eins
rétt og hún er frábær að list, enda
skipar þetta eina kvæði höfundinum
sess á bekk með stórskáldum á ís-
landi. Efnið varð mjög vinsælt, líka
eftir siðaskipti, því að lúterskir
kennimenn lágu í sífelldri styrjöld
við djöfulinn, holdið og veröldina.
Oft renndu ádeiluskáldin, sem höfðu
allt á hornum sér í samtímanum,
öfundaraugum og ástar til hins góða
gengna tíma jafnvel þótt kaþólskur
væri. Fleiri munu þó að jafnaði hafa
haft hina himnesku Jerúsalem fyrir
sínum andlegu augum, og var þá
varla tiltökumál þótt þeir máluðu
ekki lífið í hinum íslenzka táradal í
sérlega björtum litum. Þessi kvæði
voru kölluð heimsósómar, heims-
ádeilur, aldarhættir eða aldasöngvar.
Jón Arason (1484—1550) var
fæddur á Grýtu í Eyjafirði af fá-
tækum foreldrum en göfugum ætt-
um. Hann varð prestur 1507 og
biskup á Hólum 1522. Hann flutti
fyrstur prentverk til íslands og lét
prenta þar einhverjar bækur, sem
því miður hafa týnzt. Hann var háls-
höggvinn 7. nóvember 1550, sem
píslarvottur trúar sinnar og varð
síðastur kaþólskur biskup á íslandi.
Saga hans var um fjórðung aldar
saga íslands, þótt ekki verði hún
sögð hér. Jón Arason var ekki að-
eins mestur maður sinnar aldar,
heldur hefur hann líka verið talinn
bezta skáld sinnar tíðar, þótt helgi-