Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 79

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 79
ÍSLENZK HELGIKVÆÐI Á MIÐÖLDUM 61 ósómi Skáld-Sveins, fyrsta kvæði þessarar tegundar sem varðveitzt hefur: Hvað mun veröldin vilja, hún veltist um svo fast, að hennar hjólið snýr? Skepnan tekur að skilja, að skapleg setning brast °9 gamlan farveg flýr. Hamingjan vendir hjóli niður til jarðar, háfur eru til einskis vansa sparðar, le9gst í spenning lönd og gull og garðar, en gœtt er síður hins er meira varðar. Þung er þessi plága, er þýtur út í lönd °9 sárt er að segja frá; 'aaillum frænda og mága ^aagnast stríð og klönd, klagar hver mest er má; a vorum dögum er veröld í hörðu reiki, varla er undur þó að skepnan skeiki, sturlan heims er eigi létt í leiki, lógmál bindr, en leysir peningrinn bleiki. Svara með stinna stáli, st°ltarmenn fyrir krjár, en vernda lítt með letr; Þann hefr meira úr máli, vaanna styrkinn fár °9 búkinn brynjar betr; Panzari, hjálmr, pláta, skjöldr og skjómi S^nfa lögin og réttinn burt úr dómi, a slá og stinga þykir nú fremd og frómi, fáð er bótin, friður, sátt og sómi. Þetta stórfenglega kvæði undir Ljóma-hætti deilir hart á stór- mennsku og lagaleysi höfðingja á þessum tíma. Lýsing skáldsins á samtímanum, seinna hluta fimm- tándu aldar, róstusömum, illvígum og harðvítugum, er sennilega eins rétt og hún er frábær að list, enda skipar þetta eina kvæði höfundinum sess á bekk með stórskáldum á ís- landi. Efnið varð mjög vinsælt, líka eftir siðaskipti, því að lúterskir kennimenn lágu í sífelldri styrjöld við djöfulinn, holdið og veröldina. Oft renndu ádeiluskáldin, sem höfðu allt á hornum sér í samtímanum, öfundaraugum og ástar til hins góða gengna tíma jafnvel þótt kaþólskur væri. Fleiri munu þó að jafnaði hafa haft hina himnesku Jerúsalem fyrir sínum andlegu augum, og var þá varla tiltökumál þótt þeir máluðu ekki lífið í hinum íslenzka táradal í sérlega björtum litum. Þessi kvæði voru kölluð heimsósómar, heims- ádeilur, aldarhættir eða aldasöngvar. Jón Arason (1484—1550) var fæddur á Grýtu í Eyjafirði af fá- tækum foreldrum en göfugum ætt- um. Hann varð prestur 1507 og biskup á Hólum 1522. Hann flutti fyrstur prentverk til íslands og lét prenta þar einhverjar bækur, sem því miður hafa týnzt. Hann var háls- höggvinn 7. nóvember 1550, sem píslarvottur trúar sinnar og varð síðastur kaþólskur biskup á íslandi. Saga hans var um fjórðung aldar saga íslands, þótt ekki verði hún sögð hér. Jón Arason var ekki að- eins mestur maður sinnar aldar, heldur hefur hann líka verið talinn bezta skáld sinnar tíðar, þótt helgi-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.