Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 66
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hér vit skiljumsk
ok hittask munum
á feginsdegi fíra;
dróttinn minn,
gefi dauðum ró,
en hinum líkn er lifa.
Þótt kvæðið sé skylt kaþólsku
leiðslubókmenntunum, þá er leiðsl-
an, eða sýnirnar, ekki aðalatriðið í
uppistöðu kvæðisins, eins og þær
eru t. d. í Duggals leiðslu (Visio
Tungdali). En eins og Dante spegl-
aði sína samtíð í hinni óviðjafnan-
legu Divina Commedia, þannig álít-
ur Paasche, að óöld og glæpir Sturl-
unga-aldar muni vera áþreifanleg í
Sólarljóðum ekki síður en trú aldar-
innar. Sú trú birtist ekki aðeins hjá
beztu mönnum kirkjunnar eins og
Guðmundi góða, heldur líka hjá
guðhræddum höfðingjum eins og
Rafni Sveinbjarnarsyni (d. 1213) ■—
sem vel hefði getað ort Sólarljóð —
og það jafnvel hjá mesta mótstöðu-
manni kirkjunnar, Kolbeini Tuma-
syni.
Lítill vafi er á því, að Kolbeinn
hefur ætlað sér að ráða lögum og
lofum norðlenzkrar kirkju, er hann
neyddi Guðmund prest Arason til
að taka við biskupskjöri á Hólum.
En jafnskjótt og Guðmundur var
biskup orðinn, gerðist hann lítt leiði-
tamur skapara sínum hinum verald-
lega og kvað svo rammt að því, að
hann bannfærði Kolbein. Skömmu
síðar, það var á Máríumessu 1208.
hringdu kirkjuklukkur í Hólakirkju
til aftansöngs, en Kolbeinn Tuma-
son, að dauða kominn, bannfærður
óvinur kirkjunnar, heyrði þær ekki.
Þá orti hann þrjú runhend erindi,
andlátsbæn til Krists Máríusonar,
en sú bæn er af því tæi, að hennar
líki að dýpt og innileik mun tor-
fundinn fyrir utan Sólarljóð og
Lilju, ef ekki er farið í latínuhymna
'kirkjunnar sjálfrar á þessu tímabili.
Heyrðu himna smiðr,
hvers er skáldit hiðr:
komi mjúk til mín
miskunnin þín;
því heit ek á þik,
þú hefir skaptan mik;
ek em þrællinn þinn,
þú ert Dróttinn minn.
Guð heit ek á þik,
at þú grœðir mik,
minnstu mildingr mín,
mest þurfum þín;
ryð þú röðla gramr,
ríklyndr og framr,
hölds hverri sorg
úr hjartáborg.
Gœttu, mildingr, mín,
mest þurfum þín
helzt hverja stund
á hölda grund;
sendu, meyjar mögr,
málsefnin fögr,
öll er hjálp af þér
í hjarta mér.
Þegar kemur fram á fjórtándu öld
lifa fornskálda hættir (dróttkvætt,
hrynhent o. s. frv.) aðeins í helgi-
kvæðum, því að rímnahættir taka þá
við veraldlegum efnum. Verður
ekki annað sagt en allmikið sé
til af þessum helgikvæðum undir
fornháttum, eftir hinni gömlu út-
gáfu Finns Jónssonar að dæma