Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 95
A FORNUM FEÐRASLÓÐUM
77
Úr Sogni fluttust svo margir land-
námsmenn til íslands, að of langt
yrði hér upp að telja, en í þeirra
Lópi var hinn fjölmenni ættbálkur
Bjarnar bunu og Ketils flatnefns
sonar hans. Jakob Thorarensen fer
því eigi með neinar öfgar, er hann
segir í fyrrnefndu kvæði sínu um
Sogn:
Sögufrœgu sveitir,
Sogn, með stoltarmót!
íslands kjarnaættir
eiga hingað rót.
Hérna fornir hersar
háan sigldu hyr.
Einni Hel þeir hneigðu,
harðstjórn engri fyr.
í Björgvin
Björgvin er önnur stærsta borg
Noregs (íbúatalan um 150 þúsundir,
þegar úthverfi eru tekin með í
reikninginn) og umhverfi hennar
hið fegursta. Stendur borgin á sjö
hæðum, og er af hinni hæstu þeirra,
Flöyfjellet, hrífandi falleg útsýn á
heiðum degi, en á því vill þó verða
brestur, því að mjög er þar rigninga-
samt, en ekki þurftum við að kvarta,
því að við vorum þar í glaðasólskini
mestan hluta dagsins.
Björgvin er einnig mjög gömul
borg 0g sögufræg að sama skapi.
Hefir hún um nærri níu alda skeið
verið ein af mestu hafnarborgum á
Norðurlöndum, enda liggur hún á-
gætlega við verzlun og siglingum.
Var hún fyrrum, öldum saman, mið-
stöð Hansakaupmanna, er jafnframt
koma drjúgum við verzlunarsögu
íslands á þeim tímum.
í Björvin er einnig margt, sem
minnir á langdvöl hinna þýzku
kaupmanna þar í borg og á yfirráð
þeirra í verzlunarmálum; tekur það
sérstaklega til Hansasafnsins, er
gefur ágæta mynd af daglegu lífi
kaupmanna og verzlunarháttum
þeirra, sem hreint ekki voru ávallt
til fyrirmyndar.
Maríukirkjan, elzta hús í Björgvin
og ein af elztu og merkilegustu
kirkjum í Noregi, sýnir það einnig
með mörgum hætti, einkum í kirkju-
gripum og skrauti, að hún var
kirkja Hansakaupmanna. Er þar
meðal annars voldug altaristafla
gerð í Lybiku á 15. öld.
Margt er annað sögulegra bygg-
inga og minjasafna í Björgvin, og
myndastyttur af borgarinnar fræg-
ustu sonum eða bæjarbúum á sinni
tíð: — Christian Michelsen for-
sætisráðherra, tónskáldinu Edvard
Grieg, fiðlusnillingnum Ole Bull, og
leikritaskáldinu Ludvig Holberg.
í Bergen stendur einnig á áber-
andi stað stytta Gustav Vigelands af
Snorra Sturlusyni, hliðstæð þeirri,
er Norðmenn gáfu að Reykholti og
fyrr var getið.
Margt og mikið merkilegt af sögu-
legum og menningarlegum minjum
er einnig að sjá í nágrenni Björgvin-
borgar. Verður okkur hjónum sér-
staklega minnisstæð hópferð, er við
fórum, ásamt öðru ferðafólki, til þess
að skoða merkisstaði þar í grendinni.
Var fyrst skoðað heimili Edvards
Grieg, „Troldhaugen“, en það er nú
safnhús, sem hefir að geyma margt
minja um hið víðfræga tónskáld.
Rétt hjá stendur smáhýsi það, er
skáldið sat í við tónsmíðar sínar. All-
margt af okkur ferðafólkinu lagði