Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 95

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 95
A FORNUM FEÐRASLÓÐUM 77 Úr Sogni fluttust svo margir land- námsmenn til íslands, að of langt yrði hér upp að telja, en í þeirra Lópi var hinn fjölmenni ættbálkur Bjarnar bunu og Ketils flatnefns sonar hans. Jakob Thorarensen fer því eigi með neinar öfgar, er hann segir í fyrrnefndu kvæði sínu um Sogn: Sögufrœgu sveitir, Sogn, með stoltarmót! íslands kjarnaættir eiga hingað rót. Hérna fornir hersar háan sigldu hyr. Einni Hel þeir hneigðu, harðstjórn engri fyr. í Björgvin Björgvin er önnur stærsta borg Noregs (íbúatalan um 150 þúsundir, þegar úthverfi eru tekin með í reikninginn) og umhverfi hennar hið fegursta. Stendur borgin á sjö hæðum, og er af hinni hæstu þeirra, Flöyfjellet, hrífandi falleg útsýn á heiðum degi, en á því vill þó verða brestur, því að mjög er þar rigninga- samt, en ekki þurftum við að kvarta, því að við vorum þar í glaðasólskini mestan hluta dagsins. Björgvin er einnig mjög gömul borg 0g sögufræg að sama skapi. Hefir hún um nærri níu alda skeið verið ein af mestu hafnarborgum á Norðurlöndum, enda liggur hún á- gætlega við verzlun og siglingum. Var hún fyrrum, öldum saman, mið- stöð Hansakaupmanna, er jafnframt koma drjúgum við verzlunarsögu íslands á þeim tímum. í Björvin er einnig margt, sem minnir á langdvöl hinna þýzku kaupmanna þar í borg og á yfirráð þeirra í verzlunarmálum; tekur það sérstaklega til Hansasafnsins, er gefur ágæta mynd af daglegu lífi kaupmanna og verzlunarháttum þeirra, sem hreint ekki voru ávallt til fyrirmyndar. Maríukirkjan, elzta hús í Björgvin og ein af elztu og merkilegustu kirkjum í Noregi, sýnir það einnig með mörgum hætti, einkum í kirkju- gripum og skrauti, að hún var kirkja Hansakaupmanna. Er þar meðal annars voldug altaristafla gerð í Lybiku á 15. öld. Margt er annað sögulegra bygg- inga og minjasafna í Björgvin, og myndastyttur af borgarinnar fræg- ustu sonum eða bæjarbúum á sinni tíð: — Christian Michelsen for- sætisráðherra, tónskáldinu Edvard Grieg, fiðlusnillingnum Ole Bull, og leikritaskáldinu Ludvig Holberg. í Bergen stendur einnig á áber- andi stað stytta Gustav Vigelands af Snorra Sturlusyni, hliðstæð þeirri, er Norðmenn gáfu að Reykholti og fyrr var getið. Margt og mikið merkilegt af sögu- legum og menningarlegum minjum er einnig að sjá í nágrenni Björgvin- borgar. Verður okkur hjónum sér- staklega minnisstæð hópferð, er við fórum, ásamt öðru ferðafólki, til þess að skoða merkisstaði þar í grendinni. Var fyrst skoðað heimili Edvards Grieg, „Troldhaugen“, en það er nú safnhús, sem hefir að geyma margt minja um hið víðfræga tónskáld. Rétt hjá stendur smáhýsi það, er skáldið sat í við tónsmíðar sínar. All- margt af okkur ferðafólkinu lagði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.