Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 92

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 92
74 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Dómkirkjan í Þrándheimi, helguð minningu Ólafs helga, er þá einnig fram á þennan dag borgarinnar höfuðprýði og jafnframt talin feg- ursta og veglegasta guðshús á Norðurlöndum; er hún í gotneskum stíl, fagurtyrnd og svipmikil að ytri ásýnd, og svo fagurlega skreytt hið innra, að menn verða að skoða hana, til þess að láta sér skiljast glæsileik hennar, tign og áhrifavald. Rétt við Dómkirkjuna stendur hinn gamli og frægi kirkjuskóli, meir en 800 ára gamall; skoðuðum við hann undir leiðsögn sjálfs skóla- stjórans, dr. Asbjörns Överaas, og nutum síðan ágætrar gestvináttu þeirra hjóna í heimkynnum þeirra í hinu virðulega skólahúsi. Á skóla þessum hafa stundað nám margir þeir menn, er hátt ber í sögu Noregs og hafa sett svip sinn á líf þjóðarinnar og menningu; og áhrif hans hafa náð langt út fyrir strend- ur Noregs, því að í hópi nemenda hans var stofnandi St. Olaf College í Northfield í Minnesota, stærstu æðri menntastofnunar Norðmanna vestan hafs. í útjaðri Þrándheims er Sverris- borg, og sækja hinar sögulegu minn- ingar þar fast á hugann, en þar er nú að rísa myndarlegt byggðar- og þjóðminjasafn úr Þrændalögum. Þá gerðum við okkur einnig sérstaka ferð að Hlöðum, þar sem Hlaðajarlar sátu til forna, en fleira minnir þar einnig á forna tíð, því að undir Hlaðhömrum lét Ólafur Tryggvason smíða Orminn langa. „Það hefir skip verið bezt gjört og með mestum kostnaði í Noregi,“ segir í Heims- kringlu. En eigi varð gæfa þess að sama skapi, svo sem kunnugt er, því að eftir Svoldarorustu lenti Ormurinn langi í eign Eiríks jarls Hákonarsonar óvinar konungs. En lifandi verður sagan við að ganga um hinar fornu frægðarslóðir í Þrándheimi, og lá við á Hlöðum, að maður færi að svipast eftir, hvort maður sæi ekki Orminn langa undir þöndum seglum stefna til hafs út Þrándheimsfjörð með Ólaf konung í stafni. Frá Þrándheimi til Björgvin Frá Þrándheimi til Björgvin tók- um við okkur fari með ágætu og hraðskreiðu strandferðaskipi, er bar hið fagra nafn „Midnatsol“, og það með réttu, því að skip þetta fer fjölda ferða á sumri hverju frá Björgvin norður í ríki Miðnætur- sólarinnar, og var nú á suðurleið úr einni slíkri ferð. Var skemmtilegt mjög að sigla út Þrándheimsfjörð í kvöldsólarskininu og suður með ströndinni, og naut maður vel út- sýnisins inn til landsins, meðan dagur entist. Snemma morguns komum við til Molde, hinnar fögru borgar norðan- vert við mynni Raumsdalsfjarðar, sem nefnd er „borg rósanna“, og ekki að ástæðulausu, því að blóma- rækt er þar sýnilega mikil. Borgin er þó enn frægari fyrir fagurt og tilkomumikið umhverfi sitt, en talið er, að á björtum degi megi sjá þaðan ekki færri en 87 snævi þakta tinda rísa við himin; eru það Sunnmæra Alpafjöllin svo nefndu, er gnæfa þar við himin í allri dýrð sinni. í Molde minntist ég þess, að Björnstjerne Björnson gekk þar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.