Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 39
krossgötur
21
betra að búa uppi í himnum en
bggja farlama undir honum.
Björg — (Til Ásvaldar). Getur þú
ekki setið uppi?
Ásv. — Jú, ef ég má hvíla bakið
við vegvísinn.
Björg — (Hagræðir Ásv. þannig).
Svona? Þolir þú að sitja svona?
Ásv. — Já, nú líður mér vel.
Loftið er svo hreint og skógarilmur-
inn hressandi. Hér gæti ég orðið
svangur.
Kýminn — Hungur er sveitasæla,
segir máltækið. Og ekkert gleddi
^ig meir en að þú gerðist glorhungr-
aður, eftir alla föstuna.
Ásv. — Ég hefi ekki fastað. Eng-
lr>n fastar meðan hann hefir matar-
lyst.
Kýminn — (Ákafur). Má ég þá
ssekja þér bita? Ertu nú loksins að
verða svangur? (Daufur í bragði).
Eða ertu bara að gleðja mig með því
að kvarta um sult? (Tekur viðbragð
sð dyrunum og dettur endilangur).
Ásv. — Meiddirðu þig, Kýminn
minn?
Kýminn — (Liggur upp í loft).
kki svo að ég komist ekki til
Kómu. Þangað kemst maður graf-
yr og flötum beinum. (Rís á fætur).
n hvað viltu að ég sæki þér að
eta?
Ásv. — Ekkert liggur á.
Björg _ Látið þið mig eina um
Pað. (Til Kýmins). Sýndu mér mat-
irgðirnar og svo skal ég veita á
Svald. (Fer með Kýmni inn í
kofann).
Ásv. — Þetta er óþörf fyrirhöfn.
Bveinn — Þú ættir að vita það
^aanna bezt, að greiða fyrir öðrum
er aldrei óþarfi. Er það ekki helzta
ánægjan sem þetta líf okkar hefir
á boðstólum?
Ásv. — Ekki mótmæli ég því. En
sé svo, gæti mannslífið verið ein
óslitin ánægjustund. Svo margir
eiga bágt.
Sveinn — Það fer nú alt eftir því,
hvernig menn eru gerðir.
Ásv. — Eða eftir því, hversu
vitrir þeir eru.
Sveinn — Já, við erum misvitrir
um margt. Til dæmis, sýnist mér
lítið vit í, að þú liggir hér úti í
skógi án þess að leita þér lækningar.
Ásv. — Ég er að hressast; og í
skóginum býr ódauðleikinn.
Sveinn — Við Björg tökum þig
með okkur og flytjum þig á sjúkra-
húsið.
Ásv. — Trjánum einum er gefið
skilyrði til þess að lifa í það óendan-
lega.
Sveinn — En þú ert ekki tré. Og
þó þú værir það, mundir þú ekki
lifa af annað eins slys og þú varðst
fyrir. Og þó þau séu ekki háð lögum
ellinnar þurfa þau læknis með ekki
síður en menn og skepnur.
Ásv. — Hér er lífsvonin sterkust,
og mér líður bezt í kofanum mínum.
Sveinn — Aðeins hugarburður.
Eftir sjúkrahúsvist og nákvæma að-
hlynning, frískast þú og verður
glaðari en áður, eftir að hverfa
hingað aftur.
(Kýminn ber inn eldivið og
keppist við).
Ásv. — Þú ættir að vera prestur,
Sveinn. Þeir lofa öllu fögru eftir
þjáningar og dauða.
Sveinn — Þú talar, sem í sjúkra-
húsinu sé aðeins þjáningar og dauða