Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 93
Á FORNUM FEÐRASLÓÐUM
75
skóla á sinni tíð; var hann hyskinn
við námið, en las þó margt utan
námsgreinanna, sér í lagi Heims-
kringlu í norskri þýðingu, og bera
sveitalífssögur hans því órækt vitni,
að hann hefir ekki verið ósnortinn
af íslenzkum fornsögum.
Á þessum slóðum minntist ég þess
einnig, að Ingimundur hinn gamli
var úr Raumsdal, og varð mér það
ríkara í huga fyrir það, að við höfð-
um í Islandsferð okkar farið allvíða
um Vatnsdal. Ásgerður amma Njáls
var einnig úr Raumsdal.
Nokkru síðar í Suðurleiðinni var
komið við í Álasundi, og fór ferða-
fólkið hópferð á Öxl (Aksla), allhátt
fjall fyrir ofan borgina; er þaðan
utsýn víðfeðm og óvenju fögur, eigi
aðeins yfir borgina, heldur einnig
yfir eyjaklasann framundan, en
gnæfandi tindar Sunnmærafjallanna
hefjast til himins í fjarska.
f skemmtigarði við rætur Axlar-
fjalls stendur stytta Göngu-Hrólfs,
gjöf frá Rúðuborg í Frakklandi, en
hann var, að því, er fornsögur
herma, sonur Rögnvalds Mærajarls.
Áf Mæri, sérstaklega Norðmæri,
voru ættaðir ýmsir merkir land-
námsmenn íslands, svo sem Hroll-
augur sonur Rögnvalds Mærajarls,
er land nam í Suður-Múlaþingi, en
fasrði síðan byggð sína suður í
Skaftárþing.
»Fjallbyggðin yfir Sunnmæri og
Raumsdal er hin stórfelldasta í öll-
um Noregi, svo enginn gleymir
þeirri fjallasýn, er einu sinni hefir
séð hana er siglt er fyrir Stað,“ segir
sera Matthías Jochumsson í hinum
skemmtilegu þáttum sínum um
kyggingu íslands og vora fornu sið-
menningu (1913). Komu mér þau
markvissu orð í hug, er við fórum
fyrir Stað í þessari ferð okkar suður
til Björgvin, en veður var svo bjart,
að við nutum ágætlega útsýnis til
hafs og fjalla.
Komið var við í fiskiþorpinu
Maalöy, en nokkuru sunnar farið
fyrir minni Norðfjarðar, og siglt um
þröng sund rétt við rætur Hornel-
fjalls, sem rís snarbratt 3000 fet yfir
sjó. Nefndist fjall þetta Smalsarhorn
til forna, og sem dæmi um bratt-
gengi Ólafs konungs Tryggvasonar
segir sagan, að hann hafi klifið
Smalsarhorn og fest upp skjöld sinn
í ofanverðu berginu.
Var nú komið suður í Firðafylki,
en úr Fjörðum komu fyrstu land-
námsmenn íslands, þeir Ingólfur og
Hjörleifur, að ógleymdum öðrum
frægum forfeðrum vorum.
Fögur er innsiglingin til Björgvin
á góðviðrisdegi, og borgin sjálf bæði
sögufræg og eftirminnilega í sveit
sett, en enga dvöl áttum við þar að
þessu sinni.
í Sogni
Við höfðum rétt að kalla stigið af
skipsfjöl í Björgvin, þegar við
vorum komin inn í járnbrautarlest-
ina á leið til Voss, en það var fyrsti
áfangi ferða okkar inn í Sogn. Mjög
er fagurt í Voss. Þaðan lá leiðin með
langferðabíl upp til Stalheim hátt í
fjöllum uppi, enda er fjallasýnin
þaðan ein hin svipmesta, sem getur
að líta í Noregi, og er þá langt jafn-
að. Frá Stalheim er snarbrattur bíl-
vegur og bugðóttur mjög niður í
Guðvang í Sogni, og er sá staður að
verðleikum frægur fyrir yndislega