Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Jón — Ég skal hjálpa þér til að
koma honum út.
Dísa — Ég kem. (Fer inn). Kom-
inn? En hann Jón.
Kýminn — (Kallar). Komdu inn,
Jónsi minn.
Jón — (Fer inn). Ég kem.
(Leiksviðið er autt þar til Jón og
Dísa koma út með Kýminn).
Kýminn — Lofið mér að sitja við
vegvísinn. (Þau fara með hann að
staurnum). Það er ylur í sporum
Ásvaldar. Nú fer mér að hlýna.
Jón — (Leggur höndina á enni
Kýmins). Þér er ekki kalt, Kýminn.
Þú hefir hitasótt og ert fárveikur
maður.
Kýminn — Ég veit hvernig mér
líður og enginn annar.
Jón — Ég tek þig með mér og
flyt þig á sjúkrahús.
Kýminn — Nei, Jónsi minn. Hér
og aðeins hér fæ ég bata á vesöld
minni.
Jón — En hér getið þið ekki leng-
ur haldist við. Á morgun koma
menn til að rífa kofann og brenna
hann og alt ruslið. Hér á að hreinsa
alt upp.
Dísa — Ég vona, að þú kveikir
eldinn, svo eyðileggingin takist sem
bezt.
Jón — Ég hefi margoft boðið þér
og Kýmni betri samastað, og það
skal ekki hrekjast fyrir ykkur ef ég
má ráða.
Dísa — Ég lét þig ráða fyrir mér
altof lengi. En lengur skaltu ekki
þurfa að bera áhyggjur út af mér.
Sjá þú um karlfuglinn, og svo fer ég
mína leið.
Kyminn — Og nú er ég vegvísir
þinn eins og fyrr.
Dísa — Ég fer minn gamla veg.
Kýminn — Alveg rétt. Allar götur
liggja til Rómu.
Dísa — Ég þakka ykkur fyrir
allar ykkar leiðbeiningar. (Fer. —
Jón horfir eftir henni).
Kýminn — Er hún farin?
Jón — Hún er farin.
Kýminn — Og ég vísaði henni
veginn, sem sannar, að ég held enn
embættinu.
Jón — Það er ágætt. En nú fer ég
og síma eftir sjúkravagni.
Kýminn — Þú um það. En héðan
fer ég ekki. Hér verð ég um aldur
og æfi, mestur vegvísir í heimi.
Jón — (Hristir höfuðið). Ég kem
aftur að vörmu spori. (Fer).
Kýminn — Nú er ég mestur í
heimi. Þetta sagði Ásvaldur, að ég
væri eins og keisarinn. Nei, ekki
meiri en keisarinn. Eins og ormur,
ekki meiri en ormur. Alt kemur
heim og saman. Allar götur liggja
til Rómu.
(Sveinn og Björg koma frá hægri.
Verður hverft við er þau sjá Kým-
inn liggja við staurinn).
Sveinn — Ætli hann sé dauður?
Kýminn — Ekki nú aldeilis. Nú
vísa ég hér til vegar.
Björg — (Flýtir sér og krýpur við
hlið hans). Hann er að fram kominn.
Hvað ertu búinn að liggja hér lengi?
Kýminn — Aðeins langa eilífð og
stutt augnablik.
Sveinn — Er hann með óráði?
Kýminn — Það er ég, og ekki
síður en aðrir.
Björg — Hann hefir svæsinn blóð-
hita.
Kýminn — Það þykir mér gott að
heyra; því ég var alveg að krókna