Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 62
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA höfðu lagt mikla áherzlu á þessa hlið hans í hinni frægu og vinsælu Niðurstigningarsögu. En á 12. öld — öld krossferðanna! — fengu menn nóg af þessum dýrðlega sigurkon- ungi og fóru heldur að hugsa um Krist eða Guð sem manninn, er kvaldist og dó fyrir syndir vorar á krossinum. Svo skrifar Anselm af Kantaraborg: „Það er sætara miklu að sjá þig fæddan í þennan heim af meynni móður þinni, heldur en að sjá þig borinn í dýrðarljóma af föðurnum fyrri en morgunstjarnan, og ljúfara er að líta þig deyja á krossi, heldur en að sjá þig ríkja yfir englum á himnum. Hvergi skil ég Krist betur en þar sem hann hangir á krossinum.11 Bæði Harmsól og Líknarbraut hafa dálítið af þessu viðhorfi; í Lilju er það enn skýrara, en langt um skýrast í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Þeir sem hugleiddu Krist, mann- inn, gátu ekki komizt hjá því að gefa jafnframt gætur að fólkinu í umhverfi hans, hvort sem það var við vögguna eða krossinn. Svo var auðvitað um Maríu, sem eftir 1200 fer að sjást grátandi við krossinn, mater dolorosa, svo var og um Jó- hannes postula, lærisveininn sem meistarinn elskaði. Heilagur Bern- harður og Benediktsmunkar í Citeaux á Frakklandi hleyptu Maríu-dýrkun af stokkum á 12. öld þar í landi, en hún fékk beggja skauta byr á íslandi á 14. og 15. öld. Þessar aldir voru líka aldir annara dýrlinga á íslandi, postula og píslar- votta; en Jóni (Jóhannesi) postula, Pétri postula, Nikulási helga og Tómasi af Kantaraborg hafði verið sungið lof þegar á 13. öld eftir kvæðaleifum að dæma. Mjög sterkur þáttur í arfi kirkj- unnar var táknmál og táknfræði, symbólismi og allegóría og klerkar notuðu oft eins konar kenningar er uxu úr þessum táknfræðilega jarð- vegi og mætti því kalla táknkenn- ingar (conceits?) til aðgreiningar frá kenningum fornskálda. Af þessu tæi var flœðar stjarna = maris stella (Þ. e. Máría), friðar sýn = visio pacis (þ. e. Jerúsalem) (Geisli 1152); sól táknandi Guð (Harmsól, Sólarljóð, um 1200); hjörtur tákn- andi Krist (Plácítusdrápa 1150—80, Sólarljóð, sbr. hinn íslenzka Physio- logus); segl Óðins kvánar (Friggjar, eða Freyju, eða Venusar) þruma (hanga) á þráreipum (Sólarljóð). Eins og mest af helgum kvæðum í kristnum dómi Vesturlanda er meginþorri íslenzkra helgikvæða andlítill og leiðinlegur lestur a. m. k. fyrir mann sem ekki er sanntrúaður sjálfur. Nokkrir tindar gnæfa þó bjartir og skínandi yfir flatneskj- una: andlátsbæn Kolbeins Tuma- sonar (1208), Sólarljóð frá sama tíma og Lilja Eysteins Ásgrímssonar (um 1350). Frá 12. öld hafa geymzt fjögur helgikvæði heil og nokkur brot. Geisli Einars Skúlasonar er elzta kvæðið; það er drápa (71 erindi) til dýrðar Ólafi konungi helga, en hann er þar kallaður öflugur geisli miskunnar sólar (Drottins), og sú sól var borin af flæðar stjörnu (maris stella, Máríu). Það er lofgerð um hinn helga mann og jarteinir hans fremur heldur en konungslof, þótt skáldið gleyini ekki með öllu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.