Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 55

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 55
CJM ÍSLENZKU HANDRITIN 37 og mikil og oft hrein neyð, og höfðu menn þá ekki sömu sinnu og gæzlu á hinum andlegu fjársjóðum, svo að fyrir gat komið, að þeir nýttu skinn- handrit til skæða, klæða eða ann- arra nota. En þó að slíkt kæmi fyrir, var þó þetta allt seinvirkara en bruninn mikli í Kaupmannahöfn. Þannig má velta þessu fyrir sér fram og aftur, en í rauninni lítið unnið við það og nú ekki annar til en miða við orðinn hlut. Árni arfleiddi Hafnarháskóla að safni sínu, þann skóla, er þá var um leið háskóli íslendinga. Annað gat hann varla gert, þar sem háskólinn var á þeim tímum hin eina mennta- stofnun í löndum Danakonungs, er trúandi var fyrir handritunum. En enginn skyldi þó ætla, að Árni hafi safnað handritunum og bókunum handa Dönum eða þeirra vegna, því að allt það starf vann hann fyrst og fremst í þágu íslands og íslendinga. Um tilgang Árna með bókunum segir ritari hans Jón Ólafsson frá Grunnavík svo: • • • Þær skyldi vera sínum lands- ^aönnum til gagns, þeim er vildi sig ookkuð gefa að gagnlegum studiis fleiri og Theologicis; því hann var l_öngu fyrir sitt andlát búinn að ásetja að stifta það stipendium, sem fram kom undir sjálft hans andlát. Eg heyrði hann segja það á bana- saenginni til nokkra góðra vina, sem nálægir voru, að fyrst hann hefði verið barnlaus sjálfur og guð hefði gefið sér efni til þessa, hefði hann viljað gera það landsmönnum smum til fyrirgreiðslu. Og eigi væri sú sín meining, að þeir, sem þess nyti, skyldi vera antiqvarii eður erfiða í því allir, heldur þó sumir væri við studium Theologicum, njóta þess til uppheldis og geta því betur keypt sér bækur og stafað sig so fram til góðra embætta, jafnvel í andlegri stétt! Á sama hátt og Snorri Sturluson og verk hans verða aldrei norsk, hversu gjarna sem Norðmenn vildu, að svo hefði mátt vera, verða hvorki sjónarmið Árna Magnússonar né hin íslenzku handrit hans dönsk, hvern- ig sem Danir láta. Og hið sama gildir um önnur íslenzk handrit í vörzlu þeirra, svo sem hin stór- merku handrit í Konungsbókhlöðu Dana, sum þeirra upphaflega send konungi að gjöf. íslendingar hafa nú kallað eftir handritum sínum í hendur Dönum og lagt þar fram mörg rök og þung. Verður sú deila, er risið hefur af kröfum þessum, ekki rakin að sinni, enda er hún flestum kunn af víð- tækum blaðaskrifum um hana. Það eitt er þó ljóst, að báðir aðilar hafa í svipinn spillt því færi, sem þeir höfðu í byrjun: Danir til að afhenda handritin í einlægni og Islendingar til að taka við þeim með fögnuði. Er því ekki anna'ð að gera en bíða um stund og safna geði, unz hægt verður að setjast að samningum að nýju og leysa þetta mál a þann hatt, sem heiðri beggja þjóðanna sómir. Verður þá og tími til að gera ýtar- lega grein fyrir þessu merka máli, gangi þess og úrslitum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.