Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 97
79 Á FORNUM FEÐRASLÓÐUM yfir Bóknarfjörð, og er það mjög skemmtileg sjóferð, þegar veður er jafn yndislegt og var þennan dag, lygnt og hlýtt, enda var þetta ein- hver allra ánægjulegasta ferð okkar fram með Noregsströndum, en löng- um er þar fagurt og tilbreytingaríkt til lands að líta. Stafangur er á stærð við Reykja- vík, að borgarhverfunum meðtöld- um, og er höfuðborg Rogalands; á hún sér að baki fulla þúsund ára sögu, og má líkt um hana segja og um Björgvin, að mjög er það áber- andi, hvernig hið gamla og nýja sameinast þar í húsagerð og setur það sinn sérstaka svip á borgina. Tilkomumesta hús hennar er Dómkirkjan, sem byggð var á 12. öld °g er einhver allra fegursta stein- kirkja í Noregi. Allmargt er högg- naynda í kirkjunni, meðal annars af Magnúsi konungi lagabæti. En það, sem sérstaklega vekur athygli á- horfandans, er hinn afar skrautlegi, útskorni prédikunarstóll frá 1658, er óhætt að segja, að eigi sér fáa líka. í miðri borginni stendur Valberg turninn, gamall steinturn, og er þaðan ágætt útsýni yfir borgina og fagurt umhverfi hennar. Þegar ekið er út á Sólaflugvöll uokkrar mílur fyrir sunnan Staf- angur, er farið fram með Hafurs- firði, þar sem orustan söguríka var háð, er úrslitum réð um tildrög ís- iandsbyggðar. En á Sóla bjó höfð- inginn Erlingur Skjálgsson til forna, eins og kunnugt er. Nokkuru sunn- ar er Jaðarinn, og er það á Ögðum, en þaðan kom, ásamt mörgum öðr- um landnámsmönnum íslands, Þor- valdur að Dröngum vestur, faðir Eiríks rauða. Af Sólaflugvelli flugum við til Oslóar á fögru sumarkvöldi; var Noregur svipmikill yfir að líta úr loftinu og harla stórskorinn; og fagurlega naut Osló sín, er maður nálgaðist hana að því sinni sveipaða kvöldsins ljóma. Áttum við þar nú aðeins stutta dvöl, fórum síðan sjóleiðis til Dan- merkur; vorum þar vikutíma og flugum þvínæst í höfðinglegu boði Loftleiða frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Á þeirri leið var aftur komið við á Sólaflugvelli; gafst okkur þá á ný tækifæri til að sjá svipmikinn Hafursfjörð, og rifjaði sú sýn jafnframt upp fyrir okkur hin nánu tengsl Noregs og Islands. Með einlægum söknuði litum einnig hið forna feðraland hverfa í móðu fjarlægðarinnar og hjúp þungviðris- ins, sem grúfði yfir Noregsströndum þann dag. Lokaorð Enginn íslendingur, sem nokkuð verulega þekkir til sögu þjóðar sinnar, getur ferðazt um Noreg, og þá ekki sízt um þá landshluta, sem flestir landnámsmenn íslands komu úr, svo að hann finni ekki glöggt til þess, hve rætur hans standa þar djúpt í mold, og honum hitni ekki um hjartarætur að sama skapi. Séra Matthías lýsti laukrétt þeirri tilfinningu í Noregskvæði sínu: Nú hef ég litið landið feðra minna, það landið, sem mér hló á bernsku- dögum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.