Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 61

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 61
DR. STEFÁN EINARSSON: íslenzk helgikvæði á miðöldum íslenzk helgikvæði á 12., 13. og 14. °ld eru kynblandin blóm, sem sækja form, mál og stíl til dróttkvæða, en andann til samtíða strauma í heim- speki og guðfræði kaþólsku kirkj- unnar á miðöldunum. Það er í raun- lnni stór furða, að sálmaform kirkj- unnar, hættirnir óbreyttir, skyldu ekki þegar frá fyrstu tíð teknir upp af skáldum íslenzku kirkjunnar; en líklega hefur hinum fyrstu klerk- lærðu höfðingjum, eða goða-klerk- Urn! ekki fundizt neitt athugaverð- ara við að semja siði hennar að ís- lenzkum staðháttum á þessu sviði heldur en á mörgum öðrum. Svo tthkið er víst, að hreinir kaþólskir sálmahættir, eða hymnahættir, sjást ekki 1 íslenzkum bókmenntum fyrr en á 15. öld. Hinar fornu kenningar haldast í skáldamáli, og það jafnvel þær, sem n°ta hin fornheiðnu goðanöfn, eins °g kenningar í Plácítusdrápu, sem de Vries hyggur yngri en 1150 vegna ^nrgra goðakenninga í henni. Ekki er óhugsandi að 12. aldar „endur- reisnin“ í Evrópu, sem þar vakti ný]an áhuga á grísk-latneskum f°rnbókmenntum og blés lífi í klass- iska goðafræði, hafi hjálpað íslenzku ierkunum til að meta sína eigin lrmlendu goðafræði, ef þeir höfðu þá n°kkurn tíma týnt því niður. Ef svo er þá varð þetta sérstaklega íslenzk endurreisn alveg eins og hin eigin- lega 16. aldar endurreisn varð ís- lenzk, jafnvel á Norðurlöndum. Nýtt og frjótt viðfangsefni helgi- kvæðaskáldanna varð það að finna upp kenningar fyrir Guð, föður, son og heilagan anda, ásamt persónum úr biblíu- og heilagramannasögum. Þá gat jafnvel íslenzk náttúra komið þeim til hjálpar eins og auðséð er, ef athugaðar eru himinkenningarn- ar, sem Gamli kanoki í Þykkvabæ tengdi við konungaheiti til þess að kenna drottin himins, eða Krist. Guðmundur Finnbogason hefur at- hugað það, að himinninn í Harmsól er í tuttugu og þrem kenningum kenndur við úrkomu, storm, ský, jafnvel þrumur og eldingar, en í tíu kenningum aðeins sér til sólar! En frá þessum elztu helgikvæðum, sem full eru af kenningum er nokkuð jöfn þróun fram að Lilju á 14. öld, sem vísvitandi sneiðir hjá kenning- um og markar þannig tímamót í helgikvæðagerð. Straumhvörf í hugsun guðfræð- inga og kirkju koma fram í breytt- um viðhorfum skálda til Guðs, Krists og heilagra manna. Þannig hugsuðu menn sér upphaflega (á 10. og 11. öld) Hvíta-Krist sem vold- ugan sigurkonung, og það ekki ein- ungis af því, að hann hafði unnið sigur á Ása-Þór og öðrum norræn- um goðum, heldur fyrst og fremst af því að kirkjunnar menn sjálfir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.