Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 88
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
bekkja, og skráð á bekkina nöfn
fundarmanna, þar sem hver þeirra
sat á þessum sögulega þjóðfundi.
Einnig eru á salarveggjunum á efri
hæð málverk af fulltrúunum. Varð
okkur sérstaklega numið staðar við
myndina af Jóni Moses fulltrúa, al-
nafna og langalangafa John Moses,
ríkisstjóra í Norður-Dakota og öld-
ungadeildarmanns á þjóðþingi
Bandaríkjanna, er lézt um aldur
fram fyrir allmörgum árum. Mátti
því með sanni segja, að honum væri
eigi í ætt skotið um stjórnmála-
áhuga og forystu á því sviði. Hann
var einnig mjög vinveittur okkur
íslendingum, enda hafði hann mikl-
ar mætur á fornsögum vorum, og
las stundum Njálu, sér til skemmt-
unar í tómstundum, að eigin sögn.
Við höfðum oftar en einu sinni
heima á ættjörðinni fundið um
okkur leika hugblæ hinnar dýpstu
hrifningar á Þingvöllum við Öxará.
Við vorum snortin svipaðri tilfinn-
ingu, er við stóðum á helgri grund
Eiðsvallar og hugleiddum frelsisbar-
áttu frændþjóðarinnar norsku. Og
ánægjulegt var þá jafnframt að
minnast, hversu mikla hlutdeild
Snorri Sturluson hafði með Noregs-
konungasögum sínum átt í því að
halda vakandi sjálfsvirðingu hinnar
norsku þjóðar og frelsisást hennar,
og þá um leið óbeinlínis átt grund-
vallar þátt í endurheimt sjálfstæðis
hennar. Þetta hafa frændur okkar
Norðmenn einnig drengilega viður-
kennt, eftirminnilegast með Snorra-
styttunni í Reykholti, er þeir sæmdu
þjóð vora að gjöf í tilefni 700 ára
árstíðar Snorra.
Þingvöllur — Eiðsvöllur! Gjör-
ólíkt er umhverfi þeirra að vísu, en
báða þessa helgistaði frændþjóð-
anna sveipar sögunnar heiði ljómi,
og í minningabrunn þeirra hefir
hvor þjóðin um sig sótt og mun
halda áfram að sækja þrek í stríði.
í Guðbrandsdal og Austurdal
Frá Osló lá leið okkar stuttu síðar
með járnbrautarlest norður Guð-
brandsdal áleiðis til Þrándheims.
Guðbrandsdalur er sögufrægur mjög
frá fornri tíð; búsældarlegt er þar
um að litast, enda stórbýli mörg á
þeim slóðum, og víða er þar lands-
lagsfegurð mikil. Var för okkar fyrst
heitið til Lillehammer, en sá bær
stendur á mjög fögrum stað við
Mjösavatn. Er bærinn sérstaklega
frægur fyrir hið mikla Byggðar- og
þjóðminjasafn sitt (De Sandvigske
Samlinger), sem kenndar eru við
safnandann, Anders Sandvig tann-
lækni (1862—1950). Vann hann það
nytjaverk og þrekvirki að færa
þarna í einn stað eitthvað eitt
hundrað gömul bæjarhús víðsvegar
að úr Guðbrandsdal ásamt hús- og
búsgögnum öllum. Vakti það fyrir
honum að varðveita með þeim hætti
hina aldagömlu og gagnmerku
bændamenningu, sem þróazt hefir í
Guðbrandsdal og sett á hann sinn
sérstaka þjóðfélagsbrag. Þetta hefi1'
safnandanum tekizt með ágætum.
Er það framúrskarandi fræðandi að
ganga þar úr einu húsi í annað, svo
glöggum myndum er þar brugðið
upp af lífi og starfsháttum liðinnar
tíðar, að hún stendur manni lifandi
fyrir sjónum.
Veðri var þannig farið daginn,
sem við vorum í Lillehammer, að