Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 87
kynning gullaldarrita íslendinga
fannst leiðandi mönnum brýn þörf á
að hrekja þessi ósannindi, sem rit
þessara óprútnu rithöfunda dreifðu
út um heiminn. Þetta vandaverk
var falið Arngrími, sem allareiðu
hafði unnið sér mikils álits fyrir
Iserdóm sinn og hæfileika. Hann var
á þeim tíma álitinn einhver lærðasti
ínaður á landinu.
Arngrímur tók rösklega til starfa,
og naut hann stuðnings og hvatning-
ar Guðbrandar biskups, sem var
naanna reiðastur yfir ritum útlend-
inga. Samt sem áður naut ekki Arn-
grímur prentsmiðjunnar á Hólum til
að prenta bækur sínar og rit, vegna
þess að prentsmiðjan var notuð ein-
göngu til að prenta kirkjuleg rit.*
Arngrímur varð því að senda öll
sín ritverk, nema eina bók, til út-
landa til prentunar. Reyndist það
seinlegt verk að hrekja óhróður út-
lendinga þar sem hafskip komu til
íslands aðeins vor og haust. Sum
handrit hans fóru með skipum, sem
sjóræningjar tóku, og sum týndust
eða brunnu. Þrátt fyrir allt ritaði
Arngrímur þindarlaust. Allar sínar
öækur ritaði hann á latínu, bæði til
Þess að menntamenn í öllum lönd-
Uríi gætu lesið þær og svo var það
aJmennt meðal rithöfunda á þeim
-irtla að skrifa bækur sínar á latínu.
^ fyrsta flokki þeirra bóka, sem
^■rngrímur skrifaði til þess að
lrekja óhróður erlendra manna,
'oru þrjár bækur: Brevis Commen-
l5rius de Islandia, gefin út í Dan-
hin'^^n hiskup Arason (1478?—1550),
nn eISasti kaþólski biskup Islands, setti
Drn .prentsmiSju á Hólum 1530. Þar voru
töl nta'5ar kirkjulegar bækur og rit aS
A u 85 frá 1574 til 1624. Um aldur Jóns
asonar er hér fariS eftir rannsóknum
• Jónssonar. Sjá Skírnir 19 20 bls. 19.
rnörku 1593; Anaiome Blefkeniana,
prentuð á Hólum 1612, og ári síðar í
Hamborg á Þýzkalandi, og Episiola
pro pairia defensoria, gefin út í
Hamborg á Þýzkalandi 1618. í þess-
um bókum voru meðal annars á-
byggilegar upplýsingar um ísland,
íslenzku þjóðina og fornbókmennt-
irnar. Evrópumenn sem lásu bækur
Arngríms, stórfurðaði á því að smá-
þjóð sem barðist við að draga fram
lífið á hrjóstrugri eldeyju norður
við íshaf, hafði auðnast ekki ein-
ungis að viðhalda gamalli tungu -
heldur og að rita á þeirri tungu stór-
merkilegar bókmenntir, sem lýstu
upp margra alda bókmenntalegt
rökkur Evrópu þjóða. Urðu nú lærð-
ir menn forvitnir mjög og sólgnir í
að vita hversu mikið væri til af forn-
bókmenntum á íslandi. Beiðnir
komu til Arngríms um meiri upp-
lýsingar. Snerist hann vel við því
máli og ritaði hina merkilegu bók,
Crymogæa (þ. e. ísland) og gaf út í
þremur bindum sem prentuð voru í
Hamborg 1609, 1614 og 1630.
Fyrsta bindið var 110 bls. í tveggja
arka broti. Það fjallaði um lengu
íslands, hnattstöðu og lýsingu á
landinu. Annað bindið var 85 bls., í
sama broti. Birti það útdrætti úr
sögu helztu landnamsmanna, ásamt
ættartölum. Þriðja bindið fjallaði
um seinnitíðar íslenzka merkismenn,
og konungatal frá fornöld til
Kristjáns Danakonungs IV. Árið
1625 þýddu Englendingar og gáfu
út sjö fyrstu kapitulana úr Crymo-
gæa.
Eftir ritum Arngríms að dæma,
var nú Evrópumönnum augljóst að
á íslandi var afarmikill bókmennta-
legur fjársjóður, sem upplýsti sögu