Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 96
78 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA var dr. Halldór Hermannsson, um- sjónarmaður íslenzku deildarinnar þar til hann lét af embætti fyrir nokkrum árum. Willard Fiske átti merkilegt bókasafn um tafl-list. Það gaf hann Grímseyingum, sem hann vissi að voru góðir taflmenn, því hann bar hlýhug til þessara fáu íslendinga, um sjötíu að tölu, sem búa á hinni litlu eyju í íshafinu fyrir norðan ísland. Próf. Fiske var heiðraður af Humbert I. ítalíu kon- ungi 1892 og einnig af Kristjáni IX. Dana konungi, fyrir starf hans í þágu íslenzkrar menningar. Meðal annars komst Próf. Fiske svo að orði um íslenzka tungu og bókmenntir: „Það þarf ekki að lýsa í löngu máli hversu mikils virði ís- lenzkan er fyrir alla sem vilja rann- saka forna sögu germanskra þjóða. Trúarlíf forfeðra vorra, lög og siðir, sem að nokkru leyti snerta daglegt líf fólks enn á okkar dögum eru skýrast gefin í skyn í íslendinga sögunum og Eddukvæðunum. Þessar bókmenntir eru einu gögnin er lýsa upp sögu Norðurlanda fram til fjór- tándu aldar. Það er ekki ósjaldan að þessar bókmenntir greiða úr tor- skildum annálum Breta og annarra Evrópuþjóða á meginlandinu. Forn- bókmenntir germanskra þjóða, — gotneskar, forn-háþýzkar, saxnesk- ar, fríslenzkar og engilsaxneskar, eru eins og dropi í sjóinn í saman- burði við fornbókmenntir íslend- inga sem mynduðust í daglegu lífi alþýðunnar án utanaðkomandi á- hrifa. í þessu tilliti er það vel þess vert fyrir rithöfunda að kynnast vel þessum bókmenntum. Sérstaklega fyrir enskumælandi þjóðir er hvergi meira að græða í bókmenntalegu tilliti. Þýðingar þær á ensku, sem hafa verið gerðar fram til þessa dags, sýna aðeins lítinn lit á hversu mikill fjársjóður djúps mannvits og háfleygra skáldlegra hugsjóna felst í Eddukvæðunum, eða hversu ein- kennilegt hispursleysi, dramatísk áhrif og auðsýn raunsæi einkennir íslendingasögurnar.11 Dr. Rasmus B. Anderson (1846— 1936) var prófessor í tungumálum Norðurlanda á Wisconsin háskólan- inn í Norður-Ameríku. Um eitt ,skeið var hann sendiherra Banda- ríkjanna í Danmörku. Hann var stórtækur rithöfundur. Á meðal hinna mörgu bóka er hann ritaði eru: “Norse Mythology, or The Religion of Our Forefathers, “America Not Discovered by Col- umbus,” og “Viking Tales of the North.” Hann var ritstjóri fyr^ “Norroena, Anglo-Saxon Classics, sem eru fimmtán stór bindi í afar skrautlegu bandi, gefin út 190', fyrir 450 meðlimi Norroena félagS' ins. í bók sinni “Norse Mythology segir hann: „ . . . Næst á eftir ensku og Anglo-Saxon (engil-saxnesku) verðum við að læra þýzku, rneso- gotnesku og skandinavisku máhu, en sérstaklega íslenzku, sem er hmu eini liíandi lykill að norrænum f°rn' •• TTv- bókmenntum og miðaldasogu & rópuþjóða. Málið er svo óbreytt a á íslenzku er auðvelt að lesa mi alda bókmenntir. Vér megum ch 1 gleyma því, að vér höfum 6er manskar, fornar menningarerfðu-’ sem eru oss miklu nákomnari erfðir þær, sem komið hafa ra Grikklandi eða Róm, og Norður landamenn hafa á íslandi fornri sem þeir verða að kynnast vel til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.