Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Síða 96
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
var dr. Halldór Hermannsson, um-
sjónarmaður íslenzku deildarinnar
þar til hann lét af embætti fyrir
nokkrum árum. Willard Fiske átti
merkilegt bókasafn um tafl-list. Það
gaf hann Grímseyingum, sem hann
vissi að voru góðir taflmenn, því
hann bar hlýhug til þessara fáu
íslendinga, um sjötíu að tölu, sem
búa á hinni litlu eyju í íshafinu
fyrir norðan ísland. Próf. Fiske var
heiðraður af Humbert I. ítalíu kon-
ungi 1892 og einnig af Kristjáni IX.
Dana konungi, fyrir starf hans í
þágu íslenzkrar menningar.
Meðal annars komst Próf. Fiske
svo að orði um íslenzka tungu og
bókmenntir: „Það þarf ekki að lýsa
í löngu máli hversu mikils virði ís-
lenzkan er fyrir alla sem vilja rann-
saka forna sögu germanskra þjóða.
Trúarlíf forfeðra vorra, lög og siðir,
sem að nokkru leyti snerta daglegt
líf fólks enn á okkar dögum eru
skýrast gefin í skyn í íslendinga
sögunum og Eddukvæðunum. Þessar
bókmenntir eru einu gögnin er lýsa
upp sögu Norðurlanda fram til fjór-
tándu aldar. Það er ekki ósjaldan
að þessar bókmenntir greiða úr tor-
skildum annálum Breta og annarra
Evrópuþjóða á meginlandinu. Forn-
bókmenntir germanskra þjóða, —
gotneskar, forn-háþýzkar, saxnesk-
ar, fríslenzkar og engilsaxneskar,
eru eins og dropi í sjóinn í saman-
burði við fornbókmenntir íslend-
inga sem mynduðust í daglegu lífi
alþýðunnar án utanaðkomandi á-
hrifa. í þessu tilliti er það vel þess
vert fyrir rithöfunda að kynnast vel
þessum bókmenntum. Sérstaklega
fyrir enskumælandi þjóðir er hvergi
meira að græða í bókmenntalegu
tilliti. Þýðingar þær á ensku, sem
hafa verið gerðar fram til þessa
dags, sýna aðeins lítinn lit á hversu
mikill fjársjóður djúps mannvits og
háfleygra skáldlegra hugsjóna felst
í Eddukvæðunum, eða hversu ein-
kennilegt hispursleysi, dramatísk
áhrif og auðsýn raunsæi einkennir
íslendingasögurnar.11
Dr. Rasmus B. Anderson (1846—
1936) var prófessor í tungumálum
Norðurlanda á Wisconsin háskólan-
inn í Norður-Ameríku. Um eitt
,skeið var hann sendiherra Banda-
ríkjanna í Danmörku. Hann var
stórtækur rithöfundur. Á meðal
hinna mörgu bóka er hann ritaði
eru: “Norse Mythology, or The
Religion of Our Forefathers,
“America Not Discovered by Col-
umbus,” og “Viking Tales of the
North.” Hann var ritstjóri fyr^
“Norroena, Anglo-Saxon Classics,
sem eru fimmtán stór bindi í afar
skrautlegu bandi, gefin út 190',
fyrir 450 meðlimi Norroena félagS'
ins. í bók sinni “Norse Mythology
segir hann: „ . . . Næst á eftir ensku
og Anglo-Saxon (engil-saxnesku)
verðum við að læra þýzku, rneso-
gotnesku og skandinavisku máhu,
en sérstaklega íslenzku, sem er hmu
eini liíandi lykill að norrænum f°rn'
•• TTv-
bókmenntum og miðaldasogu &
rópuþjóða. Málið er svo óbreytt a
á íslenzku er auðvelt að lesa mi
alda bókmenntir. Vér megum ch 1
gleyma því, að vér höfum 6er
manskar, fornar menningarerfðu-’
sem eru oss miklu nákomnari
erfðir þær, sem komið hafa ra
Grikklandi eða Róm, og Norður
landamenn hafa á íslandi fornri
sem þeir verða að kynnast
vel til