Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Blaðsíða 60
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Ég mælti: „Hví ertu svo ellileg nú
mín ástmey, mín lífsdís, mín gyðja, mín frú,
þitt hár er nú gráleitt af hærum,
og hrukkur á enni og hálsi og kinn,
— en heitur og sætur er munnur þinn,
í kossunum þínum ég kærleik þinn finn,
og kímni í augunum tærum.“
„Ég birtist þér fyrst er í vöggu þú varst
og vonirnar gaf þér, er seinna þú barst
allt líf þitt í gegn, með gleði.
Ég er fyrirheit lífs þíns. Ég fylgist með þér,
ég fölna og dey, ég verð grafin með þér;
ég er ást þín til lífsins, og frá þér ei fer,
því forlögum þínum ég réði.
Svo göngum nú út, sláum hendi í hönd,
og hnýtum á ný okkar slitnuðu bönd,
— og brosum jafn blítt eins og áður.
1 augunum bjarmar enn blossandi ást,
hún batt oss við lífið sú guðlega ást,
og byrjun og endir hér aldregi brást,
hver einn er þeim forlögum háður.“
Hvert orð er hún mælti gaf eld mér í sál
og æðar og vöðva, og tungunni mál.
Við féllum í faðmlög — og brostum.
Nú virtist mér framtíðin heiðrík og há,
og hjarta mitt fylltist af unaðar-þrá:
Því lífsgleði í ellinni órækt ég sá,
— og aftur við kysstumst — og brostum.
17. september 1958.