Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Blaðsíða 97
gestakoman
79
Páll (fleygir draugsgervinu). Já,
já, Repp minn. (Skólapiltarnir
hlæja. Sölvi, Leifi og Ólafur verða
sneyptir).
Guðmundur. Ég þakka skólapilt-
unum kærlega fyrir, að hafa opnað
augun á mér og dregið hrekkja-
grímuna af þessum flökkurum.
Jórunn. Ég er líka skólapiltunum
innilega þakklát.
Einar. (Til Þóru). Eru þau ekki
góð, grösin hans Sölva, sem þú varst
að segja mér frá áðan?
Þóra. Þú getur fengið að reyna
Þau, þegar þú ert kominn á heim-
sPekingafrakkann.
Jón. (Til ólafs og Leifs). Það sem
þið hafið lært hér í kvöld er ekki
síður fróðlegt og nytsamt en allar
þær listir sem honum Sölva voru
kendar, þegar hann var á háskólan-
Urtl í Kaupmannahöfn, en sá há-
skóli mun nú líklega réttu nafni hafa
heitið betrunarhús.
Sölvi. Það er verið að draga dár
uð Sölva. Það skal ekki lengi vera;
®g fer að hafa mig af stað.
Leifi og ólafur. Við förum líka.
Pétur:
Gangið nú héðan
götuna breiðu,
blekkið ei oftar
ókunna menn.
Þórður:
Yðar um ævi
aldrei sú líði
hrakför úr minni
er hér fóruð þér.
Jón:
Sanna þú Sölvi,
síðar mun vefjast
tunga um tennur
talliprum þér.
Sölvi:
Lí ég sem leiftur
lífið í gegnum.
Heimurinn festir ei
hendur á mér.
Þórður:
Fremdu ei framar
fjölkyngi Leifi.
Leifi:
List þá ei framar
leika ég skal.
Páll (til Ólafs):
Hættu að hræsna,
hygðu af glæpum.
Ólafur:
Eg heyri ekki meira,
en hef mig af stað.
Sölvi, Leifi, Ólafur:
Við heyrum ei meira,
og höldum af stað. (Þeir fara).
Pétur:
Mein er þeim manni
í myrkur sem ratar,
böl sér því sjálfur
bakar hann mest.
Páll:
Lúta má lygi
lægra í haldi.
Repp:
Sýnir æ reynslan, sko!
sannleika þann.
Allir (Til áhorfendanna):
Látum svo lokið
leik þessum bræður;
höfum nú hagnýtt
hverfandi stund.
Ferðamenn erum,
áfram skal halda.
í guðs friði, gott fólk;
vér göngum á braut.
(Tjaldið fellur)