Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Blaðsíða 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
stór bók, því þá yrði hún of dýr.
Sum kvæði hafa verið margþýdd,
og þá oftar en einu sinni ágætlega.
í slíkum tilfellum gæti verið æski-
legt að birta fleiri þýðingar en eina.
Þannig er í nýkomnu hefti af The
Icelandic Canadian prýðileg þýðing
á „Dettifossi" Kristjáns Jónssonar,
eftir T. A. Anderson, sem ekki hefir
þótt ómaksins vert að segja nein
deili á, máske fyrir að hann sje
svo kunnur. En fyrir löngu, senni-
lega um það bil þrjátíu árum, las
jeg í annaðhvort Heimskringlu eða
Lögbergi þýðingu á þessu sama
kvæði, eftir einhvern Christopher
Johnson, að mig minnir, og ef jeg
man rjett var hún líka góð. Af öðru
kvæði Kristjáns, „Tárinu,“ hefi jeg
sjeð tvær snildarlegar þýðingar.
Ætla jeg að þýðing Runólfs Fjeld-
steðs birtist á sínum tíma í Amer-
ican-Scandinavian Review. Jeg
nefni þetta sem dæmi.
Ef efna ætti til sýnisbókar og nota
þær þýðingar, sem þegar eru til,
yrði það fyrsta skrefið að finna
þær sem flestar, prentaðar og ó-
prentaðar, til þess að fá glögt yfir-
lit áður en farið væri að velja. Þessi
söfnun og skráning yrði að fara
fram vestan hafs, því jafnvel hinar
prentuðu þýðingar mundi lítt hugs-
anlegt að finna hjer allar; þær eru
efalítið sumar í blöðum og tímarit-
um, sem Landsbókasafnið á ekki.
En samvinnu væri þó nauðsynlegt
að hafa við Landsbókasafnið. Jeg
held að landsbókavörður hafi ein-
hverntíma sagt mjer að þar mundu
einhverjar óprentaðar þýðingar
eftir Eirík Magnússon og Svein-
björn Sveinbjörnsson. Og þó að
þýðingar Sveinbjarnar hafi efalaust
verið gerðar vegna söngs, þá er það
síður en svo að þær ættu fyrir það
að vera rækar. Eitthvað kynni þar
líka að finnast í handritum komnum
frá síra Rögnvaldi Pjeturssyni.
Skrá sú, er gerð yrði yfir þýð'
ingarnar, þyrfti að vera mjög grein-
argóð; helzt að sýna hvort tiltekin
þýðing gæti komið til álita við end-
anlegt val eða ekki.
Jeg ber það traust til landa vest-
an hafs að þeir mundu margir fúsh
að leggja lið við söfnunarstarfið, þ°
ekki væri í sumum tilfellum nema
rjett að benda á þýðingu sem þeir
kynnu að muna eftir á tilteknum
stað, eða vita um í handriti. Annars
færi leitin að sjálfsögðu aðallega
fram á íslenzka bókasafninu, eða a
öðrum þeim söfnum, sem um kann
að vera að ræða. Og margur g^1
ljett undir með því að fletta blöð'
um; það er ósköp einfalt verk, en
tekur sinn tíma og krefst gaum-
gæfni.
Forgöngumaður í þessu
verki
að
gæti jeg ósköp vel hugsað m]er a
yrði prófessorinn í íslenzku við ha-
skólann í Winnipeg, og líklega aetti
hann sömuleiðis hægast um vik a
safna úr blöðum og tímaritum. ^n
ekki er það mitt að segja fyrir verk-
um. Augljóst mál er það, að hent-
ugast mundi að bókin yrði húin
undir prentun vestra, hvar svo sem
hún yrði gefin út. En það tel je^
æskilegast að yrði annaðhvort 1
Bandaríkjunum eða á Englandi, °S
vitanlega yrði forleggjarinn að vera
kunnur og vel metinn. En líka m® ,
vel hugsa sjer hana gefna út hjer
Reykjavík. Væri útgáfan hið ssemi
legasta hlutverk fyrir bókadei ^
Menningarsjóðs, sem vonandi