Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Blaðsíða 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Guttorms, en það eru hin tiltölulega
mörgu táknrænu (“symbolisku”)
kvæði hennar. Þess konar kvæði er
að vísu að finna í öllum kvæðabók-
um skáldsins, en þeim hefir stöðugt
farið fjölgandi á seinni árum. Kunn-
ast fyrri kvæða hans þeirrar teg-
undar er vafalaust „Býflugnarækt-
in“, enda er það prýðilega ort og
nær ágætlega tilgangi sínum. Um
það fer dr. Guðmundur Finnboga-
son svofelldum orðum í inngangs-
ritgerð sinni að safnritinu Vestan
um haf (1930): „Get ég ekki stillt
mig um að benda á hið frumlega
kvæði hans „Býflugnaræktin“. Það
er í senn mynd af einum þætti í
búskap Kanadamanna, sem geyma
býflugnabú sín á vetrum niðri í
kjallara, og djúpsæ lýsing á undir-
heimum sálarlífsins, löngunum vor-
um og hugsjónum, er oft verður að
bæla niður, vegna óblíðra lífskjara,
í von um betri tíma, en verða svo
að lokum „hart nær hungurmorða“
og stinga sem vond samvizka.“
Þetta er vel sagt og laukrétt at-
hugað. Skáldið hefir í þessu snilldar-
kvæði á táknrænan hátt sagt sína
eigin andlegu þroskasögu, en jafn-
framt tekist að gera hana algilda
táknmynd hliðstæðrar harmsögu
annarra. Af eldri táknrænum kvæð-
um hans má ennfremur nefna
kvæðið „Birnir“, sem er einnig frá-
bærlega vel gert og mikið nýmæli í
íslenzkri ljóðagerð.
í nýjustu ljóðabók hans eru þessi
táknrænu kvæði: „Á lánshesti“,
„Torfbærinn“, „Jarðgöngin“ og
„Broddi“, að talin séu hreinræktuð-
ustu kvæðin af því tagi í bókinni,
sem öll eru vel ort og hin athyglis-
verðustu.
Jafnframt því og kvæðið „Torf-
bærinn“ er táknræns eðlis, verður
það raunsönn og áhrifamikil lýsing
á því gróðurríka andlega lífi, sem
þróaðist á torfbæjunum í íslenzkum
sveitum öldum saman, eins og þessi
erindi bera fagurt vitni:
Listin var hinn ljúfi gestur,
langra kvelda hæfði vökum,
skinnhandrita skemmtilestur,
skáldin létu fjúka 1 stökum.
Gesturinn kvað með glöðum snótum
gamalkunnu rímnalögin,
eftir sínum eigin nótum,
undir léku hjartaslögin.
Snúningsþytur snældna og spólna>
snilldar-strokhljóð kambatinda
kliðuðu á vökum vetrarsólna
værukæru næði að hrinda.
Enn meira snilldar handbragð eX
þó á kvæðinu „Jarðgöngin“, enda
telur dr. Watson Kirkconnell þa®’
ef til vill, mesta ljóðaafrek ársins
(“Perhaps the finest prosodic
achievement of the year”) í yfirli^1
sínu yfir kanadiskar bókmenntir a
öðrum tungumálum en ensku fyrir
árið 1957 (Universiiy of Toroní°
Quarierly, haustheftið, 1958).
Rauntrú lýsing skáldsins á fel
járnbrautarlestarinnar um jar
göngin og út í dagsljósið handan
þeirra verður glögg og minnisst®
táknmynd af æviför mannsins °&
von hans um:
upphaf nýrrar og betri ferðar
undir himinloftum lýstum
ljósi hinumegin grafar.
Guttormur hefir, að vonum,
fjölda tækifæriskvæða, og bera þa