Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Side 28
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skáld beggja megin hafsins. En hann
hefir bætt sér upp stutta og slitrótta
skólagönguna með víðtækum lestri
íslenzkra og erlendra rita, en um
það atriði, þó mikilvægt sé, verð ég
að láta mér nægja að vísa til ofan-
nefnds bæklings míns um skáldið.
Þar er því lýst allítarlega hvaða rit
hann hefir einkum lesið um dagana,
og er sú lýsing byggð á hinni ör-
uggustu heimild, en það eru bréf
skáldsins sjálfs til dr. Watson Kirk-
connells, hins kunna íslandsvinar
og snjalla ljóðaþýðanda, er hinn
síðarnefndi tók upp í merkilega rit-
gerð sína um Guttorm í ritum Hins
konunglega vísindafélags í Kanada
(“A Skald in Canada,” Translaíions
of The Royal Society of Canada,
1939).
Þessi víðtæku kynni Guttorms af
íslenzkum og erlendum bókmennt-
um sýna það, að skáldskapargáfa
hans og lífsskoðun hafa þróast við
strauma úr báðum þeim áttum, og
hefir það vafalaust hvort tveggja í
senn víkkað honum útsýn yfir
mannlífið og dýpkað skilning hans
á því, en jafnframt er hann of sjálf-
stæður í hugsun til þess að gerast
sporgöngumaður, hvað þá eftir-
herma, þeirra höfunda, sem hafa
heillað hug hans mest. Hitt er eigi
nema eðlilegt, að sjá megi nokkur
merki kynna hans af erlendum höf-
undum í skáldskap hans, t. d. í
bragarhættinum frá Edgar Allan
Poe, sem snilldarkvæði Guttorms
“Sandy Bar” er ort undir, enda
segir hann í bréfi til dr. Kirk-
connells: — „Skapandi skáldgáfa
Edgars Allans Poes, ímyndunarafl
hans og andans þróttur, hafa einnig
heillað hug minn.“
Annars er það eitt hið athyglis-
verðasta og ánægjulegasta um Gutt-
orm sem skáld, hvað hann hefh
farið sinna ferða í skáldskapnum,
hve mikils frumleiks í efnis- og
orðavali, og viðhorfinu til yrkis-
efnanna, gætir í kvæðum hans. Og
ritstörf hans eru mikil að vöxtum
og harla fjölskrúðug, ekki sízt þegar
það er réttilega tekið með í reikn-
inginn, hve afstaða hans til rit-
starfanna hefir verið örðug, hann
hefir orðið að vinna þau í hjáverk-
um frá annasömu dagstriti bóndans,
sem orðið hefir að sjá fyrir stórum
fjölskylduhóp.
Eftir hann hafa komið út þessar
ljóðabækur: — Jón Ausifirðingnr
(1909), Bóndadóiiir (1920), Gaman og
alvara (1930), sem, auk nýrri kvæða,
hefir inni að halda meginefnið ur
eldri kvæðabókum hans, og Hun-
angsflugur (1944). Eru bækur þessar
allar prentaðar í Winnipeg. Á veg'
um Iðunnarútgáfunnar í Reykjavík
kom því næst út árið 1947 vöndu
heildarútgáfa kvæða Guttorms fram
að þeim tíma, er Arnór Sigurjóns-
son rithöfundur hafði búið til prent-
unar og fylgdi úr hlaði með Úar-
legri og efnismikilli ritgerð UI^
skáldið. í tilefni af áttræðisafm* r
skáldsins gaf Helgafell í Reykjavi
út síðastliðið haust nýtt og allmik1
safn ljóða Guttorms, sem nefn^
Kanadaþistill, ekki „Kanadapistii,
eins og sést hefir eigi óvíða á prenh>
þó að ljóð þessi, eins og mörg fyr^!
kvæði skáldsins, beri að
ættarmót hins kanadiska
hans.
Enskar þýðingar af allmörgUIÍ!
kvæðum Guttorms hafa komi ^
þýðingasöfnum og tímaritum ves a
ýmsu ley.
umhverflS