Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Blaðsíða 103
helztu viðburðir
85
Sept. — Senator G. S. Thorvald-
son skipaður fulltrúi efri málstofu
Canadiska þjóðþingsins (Senatsins)
a þingi Sameinuðu þjóðanna.
17. sept. — Þann dag átti frú
Margrét Ólafsson í Selkirk, Mani-
toba, hundrað og fimm ára afmæli.
Hún er talin elzt af íbúum Mani-
tobafylkis og vafalaust elzt allra ís-
lendinga vestan hafs; er hún enn
mjög ern eftir aldri.
Sept. — Vestur-íslenzk blöð flytja
Þá frétt, að fyrr á sumrinu hafi
herra Thor Thors, ambassador ís-
lands í Canada, borist tilkynning
Urn það, að stofnunin Canada
Council hafi veitt íslenzkum náms-
^aanni styrk, og hafi Gunnar
Hagnarsson frá Reykjavík orðið
tyrir valinu.
Október — Rétt fyrir miðjan
Pann mánuð kom söngkonan Guðrún
Símonar til Winnipeg á vegum
jóðræknisfélagsins og Canada-
coland Foundation. Hélt hún söng-
samkomur á ýmsum stöðum í Mani-
°ba og einnig vestur á Kyrrahafs-
strönd beggja megin landamæranna,
aðalsamkomu sína hélt hún í
ayhouse leikhúsinu í V/innipeg 5.
u°vember við góða aðsókn. Þar sem
^nars staðar var söng hennar tekið
eð mikilli hrifningu og fóru söng-
°marar stórblaðanna um hana
miklum lofsyrðum.
í Tvr^' — ^ ársþingi Læknafélagsins
s ,anitoba (Manitoba Medical As-
°ciation), sem haldið var í Winni-
Sefk- Var dr' Edward Johnson,
ir hosinn forseti félagsins fyr-
, .^stkomandi ár. Á félagið sér nú
2^rar aldar sögu að baki.
kon ~~ h>ann dag átti skáld-
an> frú Jakobína Johnson, í
Seattle, Wash., 75 ára afmæli, og
var hún af því tilefni heiðruð með
fjölmennu samsæti, sem íslenzk og
önnur norræn félög þar í borg efndu
til.
Okt. — Blaðafrétt skýrir frá því,
að dr. Thorvaldur Johnson, sem er
víkunnur vísindamaður á sínu sviði,
hafi hlotið styrk til grasfræðilegra
rannsókna frá stofnuninni “The
Agricultural Institute of Canada.”
4. nóv. — Við almennar kosningar
í Bandaríkjunum var Valdimar
Björnsson, Minneapolis, endurkos-
inn ríkisféhirðir í Minnesota.
Nóv. — Dr. Vilhjálmur Stefánsson
landkönnuður flutti fyrirlestra í
boði ríkisháskólans í Norður-Dakota
og fylkisháskólans í Manitoba, í
samsæti, sem Þjóðræknisfélagið hélt
honum til heiðurs í Winnipeg, og
einnig ræður á samkomum á æsku-
stöðvum sínum á Mountain, N.
Dakota, og í Árborg, Manitoba. Frú
Evelyn Stefánsson, sem einnig er
kunnur rithöfundur, var í för með
manni sínum.
21. nóv. — Þann dag varð Gutt-
ormur J. Guttormsson, skáld á Víði-
völlum í Nýja íslandi, áttræður, og
var honum margvíslegur sómi sýnd-
ur beggja megin hafsins. Þ. 6. des-
ember hélt Þjóðræknisfélagið sam-
sæti í Winnipeg til heiðurs honum
og frú Jensínu konu hans. Aðalræð-
una flutti prófessor Haraldur Bessa-
son.
Des. — í lok ársins lét Guðmundur
Grímson dómari, forseti hæstaréttar
Norður-Dakota ríkis, af embætti
fyrir aldurs sakir, en hann átti átt-
ræðisafmæli 20. nóvember. Á hann
sér að baki mjög merkan starfsferil
og farsælan að sama skapi.