Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Blaðsíða 58
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
honum séra Símoni, sem reisti mig
upp, þegar ég „féll,“ án þess að
minnast einu orði á synd og hegn-
ingu, hvað þá helvíti! Og hann var
sá, sem faldi mig fyrir forvitni og
slúðri landans, alt fram að þessu,
og gaf mér nýtt nafn. — „Þarftu
ekki að skíra mig, séra Símon?“ —
„Ekki í bráðina. Þú getur notað
tímann til að iðrast.“ Og þetta sagði
hann brosandi, og vissi þó að ég
var óguðleg. Til dæmis vitjaði hann
mín meðan ég lá á sæng. Barnið var
að sjúga, og meðan svo stóð á var
ég laus allrar sektarkendar og full
ósegjanlegrar gleði, sem presturinn
las víst út úr svip mínum. — „Ég
sé, að þér líður vel, Mrs. Nemó.“
Og ánægjan skein í augum hans. —
„Já, séra Símon. Nú er ég endur-
leyst. Og þetta er lausnari minn.“
Og ég lagði höndina á höfuð barns-
ins. — „Sussu, sussu!“ sagði prest-
urinn; en góðmennið brosti . . .
Um framfarirnar á Ströndinni
hefi ég lesið í enskum og íslenzkum
fréttablöðum. Það og lýsing þín á
bæjarhúsunum og búinu í Sefi, villir
mér sýn. Ég mundi ekki rata lengur
eina bæarleið um bygðina ykkar,
sem enn ber nafnið Ströndin . . .
Skólahúsið okkar horfið, og aðrir
áttavitar á burt. Hvergi gamlan
götustíg að finna. Jafnvel Dísa á
Skarði fyndi þar ekki fótum sínum
forráð, hvað þá hún Mrs. Nemó.
Enda á hún ekkert erindi að Sefi.
Og ekkert skil ég í honum Sigvalda,
að ætla henni að takast þar hús-
forráð á hendur.
Strandaroddvitinn, tilvonandi
fylkisþingmaður, þekkir ekki Mrs.
Nemó. Hefir aldrei séð hversu illa
henni farast húsverkin. Svo hefir
honum gleymzt að hún er óhappa-
manneskja, sem féll í synd innan
tvítugs og varð móður sinni þannig
að aldurtila. Þó sveitungar hans hafi
einnig gleymt glæpum Dísu a
Skarði, mundi alt ólán og óknyttir
hennar rifjast upp, gerðist Mrs.
Nemó bústýra í Sefi, og bóndinn þar
njóta ills eins af. Nei, vinur minn,
annað betra áttu skilið af mér, sem
ég á líf mitt að launa. Þess utan
er ég ístöðulaus til að skifta u®
ham enn á ný. Aðeins hugurinn ma
heimsækja nýa húsið bóndans í Sefi>
og bjóða honum
Gleðileg jóll
------0----
Sigvaldi leysti hestana. í dyrun-
um mætti hann Birni. „Þú komst
mátulega til að setja fyrir með meL
því ég er í flýti, en þarf að tala vl
þig — biðja þig bónar. — Hefi ekki
einu sinni tíma til að skjóta Þer
heim.“ — Og meðan þeir voru a
koma hestunum fyrir sleðann, le
Sigvaldi dæluna ganga, svo Bjór®
kom ekki að orði. — „Ég Þarl a,
keyra til Winnipeg. Verð í burtu 1
viku og treysti þér til að sjá um
búið, meðan ég er í burt. í Sefi e^!
þér allir hnútar kunnugir, og P
óþarft að segja þér fyrir verkuim
Býst við að koma heim á gamlar
dag, og vona að þú hafir húsið h ý
og notalegt. Líklegt, að með
komi kona og drengangi, sem eS ,
síður að krókni ..." — Sigvaldl
Sefi í flýti og flumósa! Og á®ur
Björn kom upp spurning eða spaU
yrði, óskaði Sigvaldi granna sm
gleðilegra jóla, og sló í hestana-