Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Blaðsíða 101
helztu viðburðir
83
21. maí — Joseph T. Thorson,
dómsforseti fjármálaréttarins í
Canada (The Exchhequer Court of
Canada) sæmdur heiðursdoktors
nafnbót í lögum af Manitoba-
háskóla.
8. júní — Við vorprófin á ríkis-
háskólanum í Norður-Dakota (Uni-
versity of North Dakota) luku prófi
þessir stúdentar af íslenzkum stofni:
Bachelor of Science in Education —
(and Bachelor’s Diploma in Teach-
ing):
Viola Katherine Halldórson,
Mountain
Sharon Kay Stefánson,
Grand Forks.
Bachelor of Laws:
A. E. Elroy Árnason, B.S.C.,
Grand Forks.
Bachelor of Science
(from the School of Medicine):
Robert Lee Gestson, Gardar
(með háum heiðri).
R- S. Lyle Hillman, Mountain
(með heiðri).
George Magnús Johnson,
Bismarck.
Bachelor of Science
(in Business Administration):
Kenneth Franklin Jóhannson,
Langdon (forystumaður í félags-
lífi stúdenta).
8- — 11. júní — Hið 74. ársþing
Hins ev. lút. Kirkjufélags íslendinga
i Vesturheimi haldið í Winnipeg.
Séra Eric H. Sigmar var endurkos-
lnn forseti. Á þinginu voru vígðir
W prests guðfræðikandidatarnir
■^onald Olsen og Wallace Bergman;
ennfremur var frú Laufey Olson,
ekkja séra Carls C. Olson, vígð
djáknavígslu.
16. júní — Við fylkiskosningar í
Manitoba var Dr. George Johnson,
spítala- og héraðslæknir á Gimli,
kosinn þingmaður fyrir Gimli-kjör-
dæmi og Elman Guttormson endur-
kosinn fyrir St. George kjördæmi.
17. júní — Lýðveldisdags íslands
minnst með hátíðahaldi þann dag
eða um það leyti víðsvegar meðal
íslendinga vestan hafs.
Júní — Blaðafrétt frá Grand
Forks, N. Dakota, skýrir frá því, að
dr. Richard Beck hafi verið kosinn
vara-forseti skáldafélagsins “The
American Poetry League,” sem hefir
bækistöðvar sínar í Kingsville,
Texas, en hann hafði áður átt sæti
í stjórnarnefnd félagsins.
18. —19. júní — Þrítugasta og
annað ársþing Únítara kvennasam-
bandsins (Sambands Frjálstrúar
kvenfélaga) haldið í Winnipeg. Mrs.
S. E. Björnsson var endurkosin for-
seti. Ræðumaður á aðalsamkomu
þingsins var séra Friðrik A. Frið-
riksson prófastur á Húsavík.
Júní — Joseph T. Thorson, dóms-
forsti fjármálaréttarins í Canada og
forseti Alþjóðaráðs lögfræðinga (In-
ternational Commission of Jurists)
og frú hans dvöldu vikutíma á ís-
landi. Hann flutti fyrirlestur (á ís-
lenzku) á vegum Lögfræðingafélags
íslands. í íslandsferðinni sæmdi for-
seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs-
son, dr. Thorson stórkrossi Hinnar
íslenzku Fálkaorðu, og er hann
fyrsti Vestur-íslendingur, sem sá
fágæti sómi hefir sýndur verið.
20.—22. júní — Þrítugasta og
fjórða ársþing Bandalags lúterskra