Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 78
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA stór bók, því þá yrði hún of dýr. Sum kvæði hafa verið margþýdd, og þá oftar en einu sinni ágætlega. í slíkum tilfellum gæti verið æski- legt að birta fleiri þýðingar en eina. Þannig er í nýkomnu hefti af The Icelandic Canadian prýðileg þýðing á „Dettifossi" Kristjáns Jónssonar, eftir T. A. Anderson, sem ekki hefir þótt ómaksins vert að segja nein deili á, máske fyrir að hann sje svo kunnur. En fyrir löngu, senni- lega um það bil þrjátíu árum, las jeg í annaðhvort Heimskringlu eða Lögbergi þýðingu á þessu sama kvæði, eftir einhvern Christopher Johnson, að mig minnir, og ef jeg man rjett var hún líka góð. Af öðru kvæði Kristjáns, „Tárinu,“ hefi jeg sjeð tvær snildarlegar þýðingar. Ætla jeg að þýðing Runólfs Fjeld- steðs birtist á sínum tíma í Amer- ican-Scandinavian Review. Jeg nefni þetta sem dæmi. Ef efna ætti til sýnisbókar og nota þær þýðingar, sem þegar eru til, yrði það fyrsta skrefið að finna þær sem flestar, prentaðar og ó- prentaðar, til þess að fá glögt yfir- lit áður en farið væri að velja. Þessi söfnun og skráning yrði að fara fram vestan hafs, því jafnvel hinar prentuðu þýðingar mundi lítt hugs- anlegt að finna hjer allar; þær eru efalítið sumar í blöðum og tímarit- um, sem Landsbókasafnið á ekki. En samvinnu væri þó nauðsynlegt að hafa við Landsbókasafnið. Jeg held að landsbókavörður hafi ein- hverntíma sagt mjer að þar mundu einhverjar óprentaðar þýðingar eftir Eirík Magnússon og Svein- björn Sveinbjörnsson. Og þó að þýðingar Sveinbjarnar hafi efalaust verið gerðar vegna söngs, þá er það síður en svo að þær ættu fyrir það að vera rækar. Eitthvað kynni þar líka að finnast í handritum komnum frá síra Rögnvaldi Pjeturssyni. Skrá sú, er gerð yrði yfir þýð' ingarnar, þyrfti að vera mjög grein- argóð; helzt að sýna hvort tiltekin þýðing gæti komið til álita við end- anlegt val eða ekki. Jeg ber það traust til landa vest- an hafs að þeir mundu margir fúsh að leggja lið við söfnunarstarfið, þ° ekki væri í sumum tilfellum nema rjett að benda á þýðingu sem þeir kynnu að muna eftir á tilteknum stað, eða vita um í handriti. Annars færi leitin að sjálfsögðu aðallega fram á íslenzka bókasafninu, eða a öðrum þeim söfnum, sem um kann að vera að ræða. Og margur g^1 ljett undir með því að fletta blöð' um; það er ósköp einfalt verk, en tekur sinn tíma og krefst gaum- gæfni. Forgöngumaður í þessu verki að gæti jeg ósköp vel hugsað m]er a yrði prófessorinn í íslenzku við ha- skólann í Winnipeg, og líklega aetti hann sömuleiðis hægast um vik a safna úr blöðum og tímaritum. ^n ekki er það mitt að segja fyrir verk- um. Augljóst mál er það, að hent- ugast mundi að bókin yrði húin undir prentun vestra, hvar svo sem hún yrði gefin út. En það tel je^ æskilegast að yrði annaðhvort 1 Bandaríkjunum eða á Englandi, °S vitanlega yrði forleggjarinn að vera kunnur og vel metinn. En líka m® , vel hugsa sjer hana gefna út hjer Reykjavík. Væri útgáfan hið ssemi legasta hlutverk fyrir bókadei ^ Menningarsjóðs, sem vonandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.