Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Qupperneq 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Qupperneq 24
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA laus en virðuleg; minningarræðan var faguryrt og lýsti vel hinum látna hugsuði og athafnamanni, en það var hann hvort tveggja í óvenju- lega ríkum mæli, samhliða hetju- skapnum og vísindamennskunni; einnig voru lesin, ásamt tilhlýðandi ritningargreinum, kvæði, sem Vil- hjálmi höfðu verið sérstaklega kær, eða vörpuðu ljósi á hann sem mann, skapferli hans og hetjudáðir. Dr. Fred Berthold Jr., sem er forseti Tucker Foundation og prófessor í trúfræði við Dartmouth College, stjórnaði kveðjuathöfninni. II. í Hulduárhvammi í Nýja-íslandi sá Vilhjálmur Stefánsson fyrst dagsins ljós 3. nóv. 1879, og var því kominn langt á 83. aldursár, er hann lézt. í Ámesbyggðinni í Nýja-íslandi átti hann því sínar rætur og vitan- lega ættarræturnar djúpt í mold og menningu fslands um aldaraðir. í Hulduárhvammi má segja, að hann hafi stigið sín fyrstu spor, þótt barn- ungur færi hann þaðan. En hver veit, hve snemma barnshugurinn mótast eða hve djúp og varanleg hin fyrstu áhrif verða á hjarta og sál, Eitt er víst, að Halldór Helgason frá Ásbjarnarstöðum hafði mikinn sann- leik að mæla, er hann komst svo að orði í andríku og fögru kvæði sínu til Stephans G. Stephanssonar í ís- landsferð hans 1917: Þar sem fyrsta ljósið ljómar, lyftist brjóstið, tárið skín, þar fá hugans helgidómar heildarblæ á gullin sín. Það sem andans orku hvetur oftast verður þangað sótt, enginn kvistur grænkað getur, gefi ei rótin sprettuþrótt. íslenzka byggðin í Nýja-íslandi hefir margsýnt það í lífi sona sinna og dætra, að hún hefir átt, og á enn, þann sprettuþrótt, sem orðið hefir þeim vængur til flugs og uppspretta orku til framsóknar og dáða, og vafalítið hefir þá hennar frægasti sonur átt eitthvað til hennar að sækja í þeim efnum, án þess lítið sé gert úr djúpstæðum ættarerfðum hans og mótandi áhrifum umhverfis- ins á hann á æsku- og unglingsárum hans sunnan landamæranna. Foreldrar Vilhjálms, Jóhann Stef- ánsson, er var fæddur í Tungu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, og kona hans, Ingibjörg Jóhannesdótt- ir, hreppstjóra í Hofstaðaseli í Skagafirði, fluttust vestur um haf til Nýja-íslands árið 1876, en námu land í Árnesbyggð vorið eftir; þau voru því meðal fyrstu landnema þar í byggð, og jafnframt í hópi þeirra, er þar háðu, með mi'klum hetjuskap, þá hörðu brautryðjendabaráttu, sem skráð er óafmáanlegu letri í sögu ís- lendinga vestan hafs, og einnig geymist á söguspjöldum heimaþjóð- arinnar. Vorið 1881 fluttu foreldrar Vil- hjálms suður í íslenzku byggðina í Dakota og námu land í grennd við Mountain. Kallaði Jóhann bæ sinn Tungu eftir fæðingarstað sínum á Svalbarðsströnd. Bjuggu þau hjón síðan í Dakota til æviloka og voru ágætlega látin. „Jóhann tók mikinn og góðan þátt í safnaðarmálum Vík- ursafnaðar í Dakota. Hann var vel ritfær maður, ritaði oft greinar í Norðanfara meðan hann var á ís- landi,“ segir Thorstína Jackson (Walters) í Sögu íslendinga í Norð- ur-Dakofa (bls. 439). Um móðurætt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.