Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 29

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 29
SKÁLD ATHAFNANNA 11 tvær athyglisverðar ritgerðir um hinar nýrri íslenzkar bókmenntir í mikilsmetnu og kunnu amerísku bókmenntariti, Poel Lore í Boston, ásamt allmörgum þýðingum sínum á íslenzkum kvæðum. Nokkrar þeirra þýðinga, að fengnu leyfi þýðandans, tók ég upp í þýðingasafn mitt Ice- landic Lyrics (1930), meðal þeirra hina snjöllu þýðingu hans á kvæði Bjarna Thorarensens „Veturinn“, sem einnig er í þýðingasafni mínu Icelandic Poems and Stories (1943)... Annars voru í Vilhjálmi mörg veðrin á þessum árum, og verður því eigi betur lýst en í orðum sjálfs hans úr inngangskaflanum að Veiði- menn á hjara heims: „Á þessum námsárum mínum breytti ég oft um stefnu. Skáldaórar mínir voru það lengi við lýði, að ég hafði kynnt mér nærri öll ensk ljóð- skáld og hin helztu tveggja eða þriggja annarra mála. Ég samdi einnig nokkur ljóð, er birt voru í tímaritum skólanna. Það má segja, að þetta væri ekki hinn hentugasti undirbúningur undir það lífsstarf að veiða hvítabirni og rannsaka ís- hafslönd. Ég er þó ekki viss um nema svo hafi verið. Landkönnuður- inn er skáld alhafnanna (leturbr. greinarhöf.), og mikið skáld í sama hlutfalli sem hann er mikill land- könnuður. Hann þarf að vera ríkur að hugsjónum ekki síður en að hafa afl til að berjast móti stórhríðum. Nálægt miðri skólaveru minni fór mér að verða það ljóst, að ljóðagerð er ekki aðeins til 1 orðum, heldur einnig í athöfnum. Ferð Magellans er jafnstórfenglegt hugsjónaverk eins og nokkurt af leikritum Shake- spears. Lög náttúrunnar eru skáld- verk, sem ekki eyðast. Þessar hugsjónir gripu mig svo, að ég ákvað að gefa mig heldur að vísindum en skáldskap. Ég valdi mér til náms þau vísindi, er fást við lífið á jörðinni. Nú urðu Keats og Shelley að víkja fyrir Darwin og Spencer. Mig dreymdi um það að finna einhver ný lögmál lífsins, sambærileg við framþróun- arkenninguna. Loks takmarkaði ég nám mitt við mannfræðina — þau vísindi, sem fást við manninn og starf hans, en beina þó sérstaklega athygli1 sinni að því, sem hugsunar- lausir menn kalla menningarsnautt fólk eða villimenn.“ Segir Vilhjálmur ennfremur frá því, að hann hafi nú um tveggja ára skeið lesið af kappi bækur um Af- ríku til þess „að fást við raunhæf rannsóknarstörf í hitabeltislöndum“ þeirrar álfu. En örlögin höfðu ætlað honum annað hlutskipti. Rannsókn- arferðir hans áttu að liggja norður í heimskautslönd en ekki suður á hitabeltissvæði á meginlandi Afríku, eins og fljótlega kom í ljós. Þess var sem sé ekki langt að bíða, að hann varð skáld aihafnanna í svo ríkum mæli og áhrifamiklum, að fáir einir komast þar til samjafnaðar. Verður nú saga rannsóknaferða hans rakin í megindráttum, en mjög stiklað á stóru, rúmsins vegna. III. Áður en hann hóf víðtækar ferðir sínar og rannsóknir á norðurvegum, fór Vilhjálmur tvær ferðir til ís- lands, fyrri ferðina sumarið 1904, og dvaldist þá 6—7 vikur í Reykjavík,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.