Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 33

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 33
SKALD ATHAFNANNA 15 Þessi leiðangur þeirra Vilhjálms og Anders-ons varð víðfrægur, og hinn merkilegasti fyrir margra hluta sakir, enda kvað forstöðumaður Ameríska Náttúrufræðisafnsins, dr. Henry Fairfield Osborn, svo sterkt að orði um hann, að enginn leið- angur, sem safnið hefði staðið að, hefði borið jafn giftusamlegan ár- angur. (Sjá formála hans að þýðingu Ársæls Árnasonar af bók Vilhjálms Meðal Eskimóa, 1938). Fjarri fór þó, að þar með væri lokið sögulegum og ávaxtaríkum rannsóknarferðum Vilhjálms í heimskautslöndunum. Sumarið 1913 lagði hann, á vegum Kanadastjórn- ar, upp í leiðangur, sem hafði með höndum um fjögurra ára skeið fjöl- þættar vísindalegar rannsóknir í norðurhéruðum Kanada og Alaska. Rannsökuðu þeir Vilhjálmur og fé- lagar hans ókunn landsvæði, mældu hafdjúpin og fundu ný lönd. Meðal annars ferðaðist hann í þeirri ferð langar leiðir á rekís, og var þar um algera nýlundu að ræða. Margvís- legir erfiðleikar og miklar hættur urðu, að vonum, á vegi þeirra félaga, og þar við bættist, að sumir ferða- félagar Vilhjálms brugðust trausti hans, óhlýðnuðust með öllu boðum hans sem foringja fararinnar og risu UPP gegn honum. Verður sú saga ekki rakin hér, en hana geta menn lesið í ferðabókum Vilhjálms. Hvað sem því líður, þá var rann- sóknarferð þessi, frá vísindalegu sjónarmiði, hin árangursríkasta á mörgum sviðum, og markaði í raun- inni tímamót í rannsóknum heim- skautslandanna, þar sem Vilhjálmur hafði nú svo áþreifanlega sýnt í verki og sannað með langri eigin reynd þá kenningu sína, að hvítir menn gætu lifað í heimskautslönd- unum við sömu kjör og íbúar þeirra, ef hinir fyrrnefndu semdu sig að háttum hinna síðarnefndu. En ein- mitt í þessari kenningu var fólginn hinn sérstæði og mikilvægi skerfur Vilhjálms til landkönnunarferða og rannsókna á Norðurslóðum. Að loknum þessum leiðangri Vil- hjálms sæmdi ameríska Landfræði- félagið (The National Geographic Society) hann mesta virðingarmerki sínu, Hubbard gullmedalíunni svo- nefndu, og höfðu þeir heimskauta- faramir Peary og Amundsen einir hlotið hana á undan honum. í veizlu, sem félagið hélt Vilhjálmi til heið- urs, þegar honum var afhent heið- ursmerkið, fluttu tveir frægustu norðurfarar Bandaríkjanna, þeir Peary admirall og Greely herforingi ræðu, og fóru um afrek Vilhjálms hinum mestu lofsyrðum. Komst Peary, meðal annars, svo að orði um Vilhjálm: „Ég ætla ekki að gefa hér neitt yfirlit um starf hans. Það mun hann gera sjálfur. En ég leyfi mér aðeins að geta þess, að hann hefir bætt meira en 350,000 ferkílómetrum við landabréfin á þessum svæðum — meira en nokkur einn maður annar um mörg herrans ár hefir gert. Hann hefir mælt strandlengju þriggja eyja, sem voru algerlega óþekktar áður, og athuganir hans á öðrum svæðum, svo sem að hafa staðfest legu landgrunnsins, fyllt upp í ó- þekktar eyður í eyjahafinu og það sem honum hefir áunnizt með að auka þekkingu okkar á iþessum svæðum, er í rauninni ekki hægt að meta að verðleikum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.