Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 36
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA wesí to Foriune (Hamingjuleit í norðvesturátt, 1958), auk annarra, sem síðar verða taldar. En allar eru bækur hans gagnfróðlegar, efni þeirra löngum eggjandi til umhugs- unar, og ritsnilldin söm við sig. í norðurferðum sínum sýndi Vil- hjálmur fram á það, að hægt væri að lifa góðu lífi og heilsusamlegu á kjöti einu saman, og þegar efasemd- ir komu fram um sannleiksgildi þeirra kenninga hans, sannaði hann þær, eftir að heim kom úr norður- ferðunum, undir eftirliti lækna- deildar Cornell-háskóla og Russel- stofnunarinnar. Hann skrifaði einnig merkar bækur um næringarfræði — mataræði — og má í því sambandi sérstaklega nefna bók hans Noi by Bread Alone (Ekki á einu saman brauði, 1946), aukin og endurskoðuð útgáfa 1956, enda var hann braut- ryðjandi á sviði næringarfræðinnar. Má ennfremur í því sambandi nefna aðra bók hans frá síðustu árum: Cancer: disease of civilizaiion?, 1960, og eru niðurstöður hans þar sem endranær hinar athyglisverð- ustu. Vilhjálmur var sístarfandi og sí- ritandi, þótt kominn væri á níræð- isaldur, og rétt áður en hann lézt hafði hann lokið við frumritið af sjálfsævisögu sinni. Er ekki að efa, að hún verður skemmtilegt rit og fróðlegt að sama skapi, svo margt óvenjulegt og sögulegt hafði drifið á daga höfundarins, og hann, hins vegar, gæddur frábærum frásagnar- hæfileikum. Eitt af afrekum Vilhjálms var söfnun hins mikla bókasafns hans um heimskautslöndin, hið stærsta eða næst stærsta slíkt bókasafn í heiminum, en í því eru nú yfir 26,000 bindi, álíka mikill fjöldi bæklinga, auk handrita og annars efnis. Vann Vilhjálmur að bókasöfnun áratugum saman, og útheimti hún geysimikla vinnu, og fjárútlát að sama skapi. En þar er þá líka um að ræða ómetanlegan fjársjóð fyrir eftirtímann. Safnið, sem heitir, eins og vera ber, Stefansson Collection, er nú í eign Darmouth College í Hanover, New Hampshire, þar sem Vi'lhjálmur var búsettur hin síðari ár, eins og áður er getið. Safnvörður- inn er ekkja hans, frú Evelyn Stef- ánsson, og gæti það ekki verið í betri höndum. Hún er einnig rit- stjóri tímarits, sem safnið gefur út, Polar Notes, og fjallar, eins og nafn- ið gefur til kynna, um heimskauts- löndin og skyld efni. Vilhjálmur Stefánsson stóð djúp- um rótum í íslenzkri menningar- mold og var tengdur íslandi traust- um böndum, enda dró hann aldrei dul á það, að hann væri íslendingur að foreldri, ætt og uppruna. Hann hafði einnig mikinn áhuga á ís- lenzkum málefnum, og var á sínum tíma mikill hvatamaður þess, að flugferðir milli Norðurálfu og Vest- urheims lægju um Island. Kom hann til fslands árið 1936 í þeim erindum að semja við íslenzku rík- isstjórnina um flugferðir yfir hafið af hálfu bandaríska flugfélagsins Pan American Airways. Alls fór hann fjórar ferðir til íslands, sein- ast árið 1949, ásamt konu sinni, í boði íslenzku ríkisstjórnarinnar. Vikið hefir þegar verið að áhuga hans á íslenzkum bókmenntum. Auk þess ritaði hann margt um ísland, meðal þess hina merku bók sína
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.