Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 38
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Vilhjálmur hafði einnig um langt skeið verið maður heimsfræglu•. Kom það ljóst á daginn við fráfall hans, hve frægð hans stóð víða og traustum fótum. Hin víðlesnustu blöð víðsvegar um Norður- og Vest- urálfuna fluttu lofsamlegar og ítar- legar æviminningar um hann og mikilvæg störf hans, og mörg þeirra einnig ritstjórnargreinar run hann. Vísindamenn og vísindafélög út um allan heim vottuðu honum virðingu sína og þökk, meðal annars í Sovíet- ríkjunum, þar sem bækur hans voru mjög útbreiddar og hann naut mik- ils álits. Framkvæmdastjóri Hins konunglega brezka landfræðifélags í Lundúnum (The Royal British Geographical Society), dr. Laurence P. Kirwan, er var Vilhjálmi per- sónulega kunnugur, taldi hann um allt jafnoka norska heimskauta- farans Fridtjofs Nansen og Banda- ríkjamannsins Peary. Eðlilega var Vilhjálms mjög víða getið í blöðum í Bandaríkjunum og Kanada, bæði í æviminningum og ritstjórnargrein- um. Heima á íslandi vakti andlát dr. Vilhjálms Stefánssonar eðlilega mjög mikla athygli; öll dagblöðin í Reykjavík birtu langar greinar um hann, sem fóru um hann mörgum og verðskulduðum lofsyrðum. En hug- ur íslenzku þjóðarinnar til Vil- hjálms, aðdáun hennar á afrekum hans og þakklæti fyrir það, hve mikið hann hafði aukið á hróður hennar út um lönd, ætla ég, að komi ágætlega fram í snjöllu kvæði, „Vil- hjálmur Stefánsson, norðurfari“, sem Jakob Thorarensen, eitt af höf- uðskáldum íslenzkum, sem nú eru uppi, orti til Vilhjálms 1930, er það fréttist, að hans væri von til íslands, sem varð þó eigi að því sinni, en þessi eru lokaerindi kvæðisins: Byrgður nótt og snævi snivinn sneiðstu veröld rausnargjöf; bjartra töfra blysum hrifinn bléstu lífi í „dauðahöf“. Móti hverju grettu gini gekkst þú djarft og brostir við, gerðir þér að virktavini viðsjá flesta um norðursvið. Vart í spor þíns vaskleiks skefur, víðáttunnar hrausti þegn; storðir þínar stækkað hefur stormur hver, sem blés þér gegn. Eftir frera og öldurótið unna svali fylgir þér. ísland þekkir ættarmótið og að fullu helgar sér. (Heimildir: Við samningu þessar greinar hefi ég, auk rita þeirra, sem vitað er til, einkum stuðzt við bækur Vilhjálms sjálfs bæði á frummálinu (enskunni) og í íslenzkum þýðing- um, og sérstaklega haft mikið gagn af prýðilegri bók Earls P. Hanson: Siefansson Prophei of ihe Norih (1941), sem er hin öruggasta heimild eins langt og hún nær. Einnig ber að geta bókar Guðm. Finnbogasonar Vilhjálmur Siefánsson, Reykjavík, 1927. — R. Beck).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.