Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Qupperneq 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Qupperneq 44
26 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA verði betri fyrir að l'íða þjáningar. Hví ert þú sem læknir að lina þján- ingar, koma í veg fyrir að menn verði góðir? Hví koma þeir ekki til baka úr kvölunum sem orðnir eru góðir af að líða. Hvaða ástæða er til að þeir séu þar lengur en nauðsyn- legt er? Læknirinn: Margir verða stórum verri af að líða þjáningar og hyggja á hefnd. Enginn er þakklátur fyrir sínar þjáningar. — Mundi þinn góði maður hafa verið þakklátur fyrir þjáningar sem annar hefði liðið fyrir hann eða í hans stað? Konan: Hann hugði að ef hann sjálfur þyrfti ekki að líða þjáningar, mundi sér verða unnt að koma hinu góða fram. Læknirinn: Það er mjög mikils- varðandi hvað það var sem hann kallaði gott og hvað það er sem þú kallar gott. Var hann fús að láta aðra líða í þeim tilgangi að koma því fram sem hann hugði vera gott? Konan: Já, ef hann hefði ekki get- að það með öðru móti. Læknirinn: Mundi hann hafa vilj- að leggja sitt ok á aðra í þeim til- gangi? Konan: Hann mundi í þeim til- gangi hafa þegið að skipta sinni van- heilsu fyrir mína heilbrigði, ef þess hefði verið nokkur kostur. Læknirinn: Mundi hann hafa litið á það sem fóm af þinni hálfu. Konan: Nei, heldur sem skyldu. Læknirinn: Má vera að vondi maðurinn þinn hafi kallað það illt sem þú kallar gott. Konan: Það sem ég kallaði illt ka'llaði hann gott og lét mig líða fyrir það. Læknirinn: Svo sem hvað? Konan: Eitt meðal annars. — Það kom oft fyrir að hann hleypti völsk- um inn í híbýli okkar, mér til ógnar og skelfingar, sagði að þær væru hungraðar og ofsóttar af öllum og krafðist að ég annaðist um þær. Læknirinn: Léztu það eftir hon- um? Konan: Nei! Læknirinn: Hugsum okkur að hinn góði hafi verið góður aðeins vegna þess að hann var vanheill og leið þjáningar og að hann kæmi aftur í sinn heilbrigða líkama sem vondur maður eins og hann mundi kannske hafa verið ef hann hefði verið heil- brigður, þá væri háskinn jafn mikill þeim háska að hinn „sá vondi“ kæmi í líkamann. Konan: Enginn háski, ef sá veiki er sterkari og sá sterkari veikari. Læknirinn: Með öðrum orðum, að hinn veiki sé sterkari af því hann er góður, sá vondi veikari af því hann er vondur. Hver kann að stað- hæfa, hvor þeirra sé góður eða hvor þeirra sé vondur? Hætt er við að þú hafir séð í sjónauka ástarinnar kosti seinni mannsins þíns og í sjónauka haturisins ókosti fyrra marmsins þíns. Má vera að á þeim forsendum skilgreinir þú hvor þeirra var góður og hvor þeirra var vondur. Sjón- aukinn er hinn sami. Konan: Dómur minn um þá er, hvað þeir voru gagnvart mér. Læknirinn: Kannske hefur þú séð aðeins einn flöt á hvorum þeirra — þann sem vissi að þér, þann sem þeir létu snúa að þér — bara einn af mörgum, mörgum flötum. Konan: Þeir fletir, sem ég ekki sá, er sama og þeir hefðu ekki verið til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.