Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 46
DR. J. P. PÁLSSON:
Vökustaurar
Formáli.
Af fyrirspurn, sem ekki getur
talizt rannsókn, hefir höfundur
vökustaura orðið þess var, að fáir
núlifandi menn kannast við orðið
vökusiaur eða hlutinn sem það tákn-
ar. En hér mun um þjóðræknis-verð-
mæti að ræða og ber því höf. að
upplýsa lesarann.
'Vökustaur er, eða öllu heldur var,
fl'ís úr seigum við, mátulega löng
til þess að halda mannsauga opnu.
Var hún fest á efra augnalok og
skorðaðist á því neðra. Með þessu
var ekki unnt að loka augunum. Var
þetta helzt sett á svikular spunakon-
ur og aðra sem hætti til að dotta
yfir kvöldverki sínu. í föstulokin var
svo vinnufólkinu gerður dálítill
dagamunur, og var sú íhyglun einnig
nefnd Vökustaur; sbr. vísupartinn:
„Unz Nástranda grimmur gaur
geldur skrokk í Vökustaur.“
Það sem hér fer á eftir eru aðeins
glefsur úr samnefndum kvæðaflokki,
og því að meira eða minna leyti ó-
samstætt.
MANSÖNGUR
Ljóðdís þann ei leikur við
lítt sem ríma kunni,
og er markað sjónarsvið
svipað blaðsíðunni.
Lögmál alls, sem lífrænt er:
Lifir hvað á öðru.
Svo fer æðsta herra hér
sem hinni lægstu nöðru.
Eins kvað haga í andageim —
ýmsir hnupli fjöðrum,
og í stríði um stórskáld-heim
steli hver frá öðrum.
Því skal önd, til óðar fús,
aldrei frómleiks gæta,
gerast natin Ijóðalús —
leikin „parasæta".
Bragarbót
Eitthvað hefir innan snert
einn, sem kveður-----málar;
þetta held ég hyggju vert —
hér er „viðbragð sálar“.
SEMANTÍSKUR BABEL
Margfalt böl á manninn stríðir,
móðurtungu skilja ei lýðir.
Fyrrum „Commar" fylgdu Kristi,
fjandinn nú er commúnisti.
ELLI-ÆRSL
Vænna gaman, vit og fjör
væri í ham og essi,
en með ama einn í för
amla í lamasessi.
Einatt vekja ótta minn
alslags mannalæti,
einkum til-gerð andlitin
á þeim, sem ég mæti.