Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Qupperneq 53
SITTHVAÐ UM ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR
35
séra Guðmundur Erlendsson. Hann
var einn af nafnkenndustu skáldum
landsins á sínum tíma. Faðir hans,
séra Erlendur Guðmundsson, var
prestur á Felli í Sléttuhlíð, en móð-
ir hans var Margrét Skúladóttir. Um
1617 er hann orðinn djákn á Þing-
eyrum, og hefur iþá lokið skólalær-
dómi á Hólum og lendir þá í kvenna-
mál nokkurt, sem Guðbrandur
biskup Þorláksson hjálpaði þó til að
slétta yfir. Tveim árum síðar, þ.e.
1619, er hann orðinn prestur: fyrst
tvö ár á Möðruvöllum, þá tvö ár í
Glæsibæ. Til er kvæði, þar sem
hann kveður sóknarbörn sín í Glæsi-
bæ árið 1631 og er þá á förum til
Grímseyjar, nyrzta og lélegasta
prestakalls landsins, en þangað voru
prestar sendir til hegningar og yfir-
bótar fyrir illt atferli eða ósæmilegt.
Virðist Guðmundur hafa verið
brokkgengur á yngri árum, og er
hann nefndur við drykk og deilur,
og til er áminningarbréf, sem Þor-
lákur biskup Skúlason skrifaði hon-
um árið 1629. En eftir þriggja ára
útlegð í Grímsey verður hann prest-
ur að Felli í Sléttuhlíð, og þar lifði
hann það, sem eftir var ævinnar,
eins guðhræddur og frómur eins og
hann hafi verið óstýrilátur í æsku.
Er talið, að hann hafi andazt á bæn
í kirkju sinni árið 1670.
Séra Guðmundi hlotnaðist sá heið-
ur, að sjö sálmar hans um píningar-
söguna voru prentaðir með fyrstu og
annarri útgáfu Passíusálma Hall-
gríms Péturssonar (á Hólum 1666 og
1682). Eftir það féllu þeir í gleymsku.
Guðbrandur biskup tók einn sálm
eftir hann í sálmabók sína 1619 (2.
útg.) o" Halfdán Einarsson sjö sálma
í Höfuðgreinabók 1772. Ræningja-
rímur (um Tyrkjaránið 1627) hafa
verið prentaðar í útgáfu Sögufélags-
ins.
Séra Guðmundur safnaði öllum
andlegum kveðskap sínum í tvær
bækur: Gígju og Fagraskóg. Þess
kennir, að honum hefur á efri árum
þótt minna ti'l koma veraldlegs
kveðskapar síns, en ort hefir hann
nokkur glettin kvæði á yngri árum
sínum. En til er fjöldi afskrifta af
sumum kvæðum hans andlegum og
verslegum og rímum, en þær sýna,
að hann hefur verið mikils metið
skáld á sinni tíð, mönnum hefur lík-
að hinn púritanski andi kvæðanna,
því að öll eru þau meira eða minna
guðsorði menguð, jafnvel hin vers-
legu. En ekki eru kvæði hans jafn
mikils metin af nútíðarmönnum
(sbr. dóm P.E.Ó.).
Auk sálma hefur séra Guðmundur
ort siðgæðavísur út af dæmisögum
biblíunnar að ráðum Guðbrands
biskups: Rímur af Davíð, Móýses,
Jónasi spámanni, Sjö sonum úr
Makkabeabók, af Elíasi spámanni,
Samson sterka, Gídeon, Jesúrímur,
Heródes, Pílatus. Aðrar rímur eftir
hann eru og siðgæðislegs efnis: Rím-
ur af ræningjum (1627), Vilbaldi,
Aesópus. Auk þess orti hann biblíu-
ljóð, Barnarós af orðskviðum Saló-
mons, Jobsraunir, Elíasvísur, Aka-
biljóð, vísnaflokka af postulanna
gerningum og fleira.
Af veraldlegum kveðskap orti
hann: Gróbíansrímur (AM 615 f 4to),
aðeins hluta af þeim rímum, Dæmi-
sögur Aesops í ljóðum eftir þýðingu
Vilhjálms Gaudanus og Hadrianus
Barland. Kvæði frá yngri árum er
að finna í JS 231 4to. Þá er að geta
um Grímseyjarvísur, sem eru allgóð