Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 55

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 55
SITTHVAÐ UM ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR 37 alþýðleg veraldarsaga frá sköpun veraldar til 1532 og svo undir komin, að einn af lærisveinum Melanchtons, Johann Carion að nafni (hirðmathe- maticus í kjörfurstadæminu Brand- enburg og Iþekktur fyrir rit um astrologíu og spádóma), hafði sent meistara sínum uppkast nokkurt eða „farraginem quandam negligentius coarcevatum" með bæn um að leið- rétta það og gefa síðan út. Melanch- ton umsteypti ritinu og gaf það út án þess að láta nafns síns getið. Albrecht Lange hyggur, að Lindsay hafi þekkt þýzku útgáfuna, en hann ferðaðist víða og dvaldist meðal annars við hirð Þýzkalandskeisara. Það varðar þó minnstu. Hitt er merkilegt, að þar sem Chronica Carionis er hlutlaust sögurit, þá er rit Lindsays hin harðasta ádeila frá upphafi til enda á páfadóminn, er hann segir standa á tindi spillingar sinnar, og boðar nálægan heimsendi. III Vorið 1962 gaf dr. Robert Cook út Einvaldsóð eftir öllum handritum undir leiðsögu minni og vann sér með því doktorsnafnbót við Johns Hopkins háskólann. Nokkur sjald- gæf orð koma fyrir í Einvaldsóði, þar á meðal Nóbiskrúg, sem á frændtungunum merkir helvíti, en virðist merkja hér fjandann sjálfan: „má Nóbiskrúg vita“. Hneykslanlegasti hluti kvæðisins er um Jóhönnu páfa. Þeim, sem meira kynnu að vilja vita um kvæð- ið, skal vísað á fyrr greinda doktors- ritgerð. ÍVITNANIR 1. Um verzlun Englendinga á 14. og 15. öld, sjá Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602—1787, eftir Jón Aðils, Reykjavík 1919, bls. 9—64. Þeirra er fyrst getið við ísland 1412, rán þeirra 1420—25 (bls. 11—13). Englendingar í Hafnarfirði á öndverðri 16. öld (bls. 16—17). Sjá ennfr. grein Finns Magnússonar í Tidskr. f. nord. Oldkyndighed, II, 112—169. 2. Um vetursetur Englendinga, sjá Einok. 22 ff. 3. Grindavík var ein síðasta höfn, sem Englendingar héldu á Suðurnesjum fyrir ágangi Þjóðverja. Þar börðust Þjóðverj- ar við Johann Breye 1532, sbr. Einok. 17, sbr. og bls. 21—22. Um 1550 er verzl- un Englendinga á fallanda fæti. 4. Landfræðisaga Þorvaldar Thorodd- sens IV, 258; Menn og menntir eftir Pál Eggert Ólason, bindi IV, 363. 5. Halldór Hermannsson: Jón Guð- mundsson and his Nalural History of Iceland, Islandica XV, Ithaca N.Y. 1924. 6. Menn og menntir IV, 740—743. Sjá ennfr. W. A. Cragie: Skollands Rímur, Icelandic Ballads on the Gowrie Con- spiracy, Oxford Clarendon Press, 1908.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.