Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 55
SITTHVAÐ UM ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR
37
alþýðleg veraldarsaga frá sköpun
veraldar til 1532 og svo undir komin,
að einn af lærisveinum Melanchtons,
Johann Carion að nafni (hirðmathe-
maticus í kjörfurstadæminu Brand-
enburg og Iþekktur fyrir rit um
astrologíu og spádóma), hafði sent
meistara sínum uppkast nokkurt eða
„farraginem quandam negligentius
coarcevatum" með bæn um að leið-
rétta það og gefa síðan út. Melanch-
ton umsteypti ritinu og gaf það út
án þess að láta nafns síns getið.
Albrecht Lange hyggur, að Lindsay
hafi þekkt þýzku útgáfuna, en hann
ferðaðist víða og dvaldist meðal
annars við hirð Þýzkalandskeisara.
Það varðar þó minnstu. Hitt er
merkilegt, að þar sem Chronica
Carionis er hlutlaust sögurit, þá er
rit Lindsays hin harðasta ádeila frá
upphafi til enda á páfadóminn, er
hann segir standa á tindi spillingar
sinnar, og boðar nálægan heimsendi.
III
Vorið 1962 gaf dr. Robert Cook út
Einvaldsóð eftir öllum handritum
undir leiðsögu minni og vann sér
með því doktorsnafnbót við Johns
Hopkins háskólann. Nokkur sjald-
gæf orð koma fyrir í Einvaldsóði,
þar á meðal Nóbiskrúg, sem á
frændtungunum merkir helvíti, en
virðist merkja hér fjandann sjálfan:
„má Nóbiskrúg vita“.
Hneykslanlegasti hluti kvæðisins
er um Jóhönnu páfa. Þeim, sem
meira kynnu að vilja vita um kvæð-
ið, skal vísað á fyrr greinda doktors-
ritgerð.
ÍVITNANIR
1. Um verzlun Englendinga á 14. og 15.
öld, sjá Einokunarverzlun Dana á íslandi
1602—1787, eftir Jón Aðils, Reykjavík
1919, bls. 9—64. Þeirra er fyrst getið við
ísland 1412, rán þeirra 1420—25 (bls.
11—13). Englendingar í Hafnarfirði á
öndverðri 16. öld (bls. 16—17). Sjá ennfr.
grein Finns Magnússonar í Tidskr. f.
nord. Oldkyndighed, II, 112—169.
2. Um vetursetur Englendinga, sjá
Einok. 22 ff.
3. Grindavík var ein síðasta höfn, sem
Englendingar héldu á Suðurnesjum fyrir
ágangi Þjóðverja. Þar börðust Þjóðverj-
ar við Johann Breye 1532, sbr. Einok.
17, sbr. og bls. 21—22. Um 1550 er verzl-
un Englendinga á fallanda fæti.
4. Landfræðisaga Þorvaldar Thorodd-
sens IV, 258; Menn og menntir eftir Pál
Eggert Ólason, bindi IV, 363.
5. Halldór Hermannsson: Jón Guð-
mundsson and his Nalural History of
Iceland, Islandica XV, Ithaca N.Y. 1924.
6. Menn og menntir IV, 740—743. Sjá
ennfr. W. A. Cragie: Skollands Rímur,
Icelandic Ballads on the Gowrie Con-
spiracy, Oxford Clarendon Press, 1908.