Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 56
Lánstraust — (samtal)
Ég kom hingað forstjóri að fá hjá þér lán,
mér finnst það samt vera ærin smán,
en komast í reikning hjá kaupmanni hér
ég kýs samt ef hægt er, og þú treystir mér.
Ég get ekki fengið þér góss neitt í pant,
en góði, þú mátt ekki halda mig fant,
sem reynir að auðgast af annarra fé,
ég er nú sem máttvana, rótslitið tré.
Hver ert þú minn herra? Ég er fslendingur,
og upp á það gef ég þér hönd mína og fingur.
Ég er landnemi hér, á því engan auð,
en allt fyrir það er sál mín ei snauð.
Ég er arfþegi landsins sem Ingólfur fann,
og íslandi mikinn heiður vann.
Ég er sonur landsins með ísa og elda
og ógleymanlegra Norðurljóss-kvelda.
Þú hefir nú sagt mér sögu þína,
á Sögunnar himni verk ykkar skína.
Þið hafið mótað í menningu heimsins
merki ykkar, sneyddir afli seimsins.
íslendingar við orð sín standa,
þeir eru gersemi þjóða og landa.
Ég tek þig í reikning, þín úttekt skal æ
við orðheldni miðast, og lán ég þér fæ.
Á lánum og trausti er land þetta byggt,
af lýðsins staðfestu og manndáð tryggt.
Og orðheldnin verður þá efst á metum, —
svo öllum að lokum við trúað getum.
Ég hef kynnzt mörgu fólki sem kom higað frá
kyrrlátu Eyjunni norður í sjá,
það var fátækt, en orðheldið fram úr máta,
það er fólk, sem að verður mér aldrei gáta.
* * *
„Traustið“ og „Orðheldnin“ tókust í hendur,
og til þessa dags „Gamli Sáttmálinn“ stendur.
PÁLL S. PÁLSSON