Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 59
HELZTU VIÐBURÐIR
41
3. júní — Eftirtaldir íslenzkir stúdent-;
ar brautskráðust af Ríkisháskólanum í
Norður-Dakota (Univ. of N.Dakota):
Bachelor of Science:
Jerome Conrad Bernhöft, Cavalier.
Bachelor af Science in Educaíion
(and Bachelor's Diploma in Teaching):
Paula Jo Geston, Gardar.
Bachelor of Science in
Business Adminislration:
Elias Willmar Vatnsdal, Grand
Forks, (áður í Hensel).
Juris Doctor:
Kenneth Franklin Jóhannson, Lang-
don.
Randolf Evan Stefánson, Grand
Forks.
3.—6. júní — Sjötugasta og áttunda
ársþing lúterska Kirkjufélagsins haldið
að Gimli, Man. Var þetta síðasta þing
þess sem sjálfstæðs kirkjufélags, því að
stuttu síðar gekk það inn í hina miklu
kirkjulegu félagsheild, The Lutheran
Church in America. Hins vegar verður
stofnað Hið íslenzka lúterska safnaðar-
félag (Icelandic Lutheran Conference) til
eflingar sambandsins milli lútersks fólks
af íslenzkum stofni og viðhalds íslenzk-
um trúar- og menningararfi.
9. júní — í tilefni af 65 ára afmælis
hans efndu nemendur og vinir dr. Stef-
áns Einarsson til virðulegs samsætis
honum til heiðurs, en hann hafði þá látið
af kennslu og fræðistörfum við Johns
Hopkins háskólann í Baltimore eftir 35
ár í þeirri stöðu. Meðal ræðumanna voru
Thor Thors, sendiherra íslands í Wash-
ington, og hinn kunni íslandsvinur og
fræðimaður, prófessor Kemp Malone.
Tilkynnt var einnig, að á næstunni kæmi
út í Kaupmannahöfn afmælisrit dr.
Stefáni til heiðurs, er vinir hans og vel-
Unnarar standa að.
12. júní — Flaug stór hópur íslendinga
frá Winnipeg til Reykjavíkur og dvöld-
ust þessir heimsækjendur á fslandi fram
eftir sumrinu og sumir fram á haust.
16,—17. júní — Lýðveldishátíðardags
íslands minnzt víðsvegar vestan hafs.
18, júní — Við kosningar fulltrúa á
sambandsþingið í Ottawa voru tveir ís-
lendingar endurkosnir með miklum at-
kvæðamun, William Benedickson, sem
verið hefir þingmaður Kenora Rainy-
River kjördæmisins í Ontario síðan 1945,
°g Eric Stefánson, sem verið hefir þing-
uiaður Selkirk kjördæmis undanfarin
fjögur ár.
Júní — Árni Ronald Fáfnis, sonur
þeirra séra Egils (látinn fyrir allmörgum
árum) og Ellen Fáfnis, Bottineau, N.-
Dakota, brautskráðist af The Northern
Illinois University, De Kalb, Illinois, og
hlaut menntastigið „Bachelor of Science
in Business Management“.
1. júlí — Erlingur K. Eggertson (sonur
Árna (löngu látinn) og Þóreyjar Egg-
ertson í Winnipeg) skipaður kennari
(lecturer) við lögfræðideild Manitoba-
háskólans.
Júlí — í byrjun þess mánaðar kom
Heimir Thorgrimson, Winnipeg, heim úr
þriggja vikna heimboði til fslands á veg-
um Þingeyingafélagsins í Reykjavík og
annarra aðila í Þingeyjarsýslum. Þjóð-
ræknisfélag íslendinga á íslandi átti
einnig hlut að heimboðinu. Heimir hefir
tekið mikinn og góðan þátt í félagsmál-
um fslendinga í Winnipeg. í för með
honum var Freyr Thorgrimsson bróðir
hans, en þeir eru þingeyskir í báðar ætt-
ir.
Júlí — Um þær mundir lét Karl B.
Thorkelson í Virden, Manitoba, af em-
bætti sem yfirumsjónarmaður skóla (In-
spector of Schools), en hann hefir gengt
því embætti við ágætan orðstír síðan
1949, en var áður skólastjóri í Árborg í
þrjú ár og í Morden í 19 ár, og naut
einnig mikils álits í því starfi.
Júlí — Dr. P. H. T. Thorlakson, Winni-
peg, skipaður í spítalaráð Manitobafylkis
(Manitoba Hospital Commission).
8. júlí — Þrítugasta _ og sjötta ársþing
Kvennasambands Únítara haldið að
Hnausum, Man. Mrs. Elma Gíslason,
Winnipeg, var kosin forseti.
Júlí — Mrs. Wilhelmina (Jónsson)
Mabb, aðstoðar prófessor í stærðfræði
við United College í Winnipeg, lauk
Master of Arts prófi í þeim fræðum á
Minnesota háskólanum (Univ. of Minne-
sota).
29. júlí — Haldinn árlegur íslendinga-
dagur við Friðarbogann í Blaine, Wash.
Júlí—ágúst — Um þær mundir lögðu
séra Hjalti Guðmundsson, frú hans og
dóttir, alfarin af stað til íslands, en hann
hafði nokkur undanfarin ár verið sókn-
arprestur íslenzka prestakallsins í Norð-
ur-Dakota með búsetu að Mountain.
Kvöddu sóknarbörn hans þau prests-
hjónin með fjölmennu og ánægjulegu
samsæti og vottuðu þeim ennfremur
þökk sína fyrir ágætt starf með góðum
gjöfum.
Ágúst — Frá byrjun þess mánaðar og
fram til októberloka dvaldi Sister Laufey