Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 65

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 65
mannalát 47 með foreldrum sínum til Pembina, N.- Dak., 1901, en fjórum árum síðar til Grandybyggðarinnar norður af Wynyard. 24. Kristín Helga Kristjánsson, kona Sigtryggs Kristjánssonar, fyrrum skóla- kennara á Gimli, á Almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg. Fædd og uppalin að Skarðshömrum í Norðurárdal í Mýra- sýslu. Foreldrar: Helgi Árnason, seinna bóndi á Hreimsstöðum, og Helga Bjarna- dóttir, kona hans. Kom vestur um haf til Kanada 1913. Búsett á ýmsum stöðum vestra, en flutti aftur til íslands 1930 og átti heima í Reykjavík til 1947. Flutti þá á ný til Vesturheims, en aftur til ís- lands 1959, og var í heimsókn til ætt- ingja og vina vestan hafs, er hún andað- ist. Vann að hjúkrunarstörfum beggja megin hafsins. Víðkunn fyrir dulræna hæfileika sína, og hafa komið út á ís- landi tvær bækur um hana. 24. Arthur Ingvar Gíslason frá Selkirk, af slysförum, 19 ára gamall. Fæddur í Riverton, Man., sonur Mr. og Mrs. Árni Gíslason, en fluttist með þeim til Selkirk fyrir þrettán árum. 25. Gísli Þórður Friðgeirsson (Fred Fridgerson) trésmiður, í Los Angeles, Kalifornia. Fæddur í Reykjavík 4. febrúar 1899. Flutti vestur um haf með foreldum sínum, Mr. og Mrs. Ásgeir Friðgeirsson til Árborgar, Man.,_ alda- mótaárið, en hafði verið búsettur í Kali- forníu síðan 1923. 25. Thorkell (Keli) Ingimar Pálmason, að Gimli, Man., á sjúkrahúsinu þar í bæ, 79 ára að aldri. Fæddur á íslandi, en flutti til Kanada 1887, og var bóndi í oágrenni við Gimli þangað til fyrir tíu arum. 26. Eiríkur Guðjón G. Eiríksson, á heimili sínu við Markerville, Alberta. Fæddur í N.-Dakota 26. marz 1886, en fluttist með foreldrum sínum til Alberta 1891 og ólst þar upp. (Um ætt hans, sjá úánarfregn Hóseasar bróður hans 12. oóv. 1961 hér að framan). 26. Stefán Hjálmar Thorvardson, frá winnipeg, af slysförum í Jackson, Michi- gan. 36 ára gamall. Fæddur í Geysir, Man., en hafði verið bílstjóri í Riverton Rosa, Man., en síðustu sjö árin í Winnipeg. 27. Victoría Jónasson, ekkja Jónasar “ónassonar frá Engimýri í Riverton, Man., í Winnipeg, 69 ára að aldri. 27. Guðjón Finnson, á Elliheimilinu Detel að Gimli, Man„ 94 ára. Flutti vest- ut' um haf til Kanada fyrir 58 árum og atti fyrst heima í Riverton, síðan að Gimli og í Selkirk. .. 28. Kristine Ólafson Brandson, kona Onundar Brandson, í Swan River, Man. *ædd í ólafsvík 10. ágúst 1875 og ólst þar upp. Fluttist vestur um haf með manni sínum og börnum til Winnipeg 1905, búsett í Árborg 1910—20, fluttust síðan til Swan River dalsins, og hafa verið búsett í Swan River bænum síðan 1949. 28. Guðrún Björg Sigurdson, ekkja Jóhannesar Sigurdson, fyrrum búsett í Víðir, Man., og Winnipeg, í Victoria, B.C. Flutti af íslandi til Kanada 1906, og átti heima í Victoria síðastliðin tvö ár. 29. Ingibjörg Helgason, kona Jónatans Helgasonar í Prince Rupert, B.C., á heimili dóttur sinnar að Gimli, Man., 66 ára að aldri. Fædd á Gimli, elzt af börn- um séra Jóhanns Sólmundssonar og Guðrúnar konu hans. Átti lengstum heima í Manitoba, en árið 1945 fluttu þau hjónin til Prince Rupert. 30. George Sigmar, að heimili sínu í Winnipeg. Fæddur í Glenboro, Man., 24. sept. 1891. Foreldrar: Sigmar Sigurjóns- son frá Einarsstöðum í Reykiadal og Guðrún Kristjánsdóttir frá Sultum í Kelduhverfi, er bjuggu að Hólum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Meðal eftirlifandi bræðra hans er dr. Haraldur Sigmar í Kelso, Wash. MAÍ 1962 8. Sveinn Magnússon Geirhólm, að heimili sínu á Gimli, Man., 83 ára gam- all; hafði átt heima á Gimli síðan 1908. 11. Ingibjörg Johnston, ekkja Hafsteins Sigurðssonar (Tom Johnston) frá Kee- watin, Ont., í Winnipegosis, 89 ára að aldri. Fluttist frá íslandi til Gimli 1886 og þaðan til Keewatin tveim árum síðar. 11. Oddný Aðalbjörg Anderson, ekkja Ólafs Anderson, í Winnipeg. Kom frá fslandi til Kanada fyrir 59 árum og hafði átt heima í Winnipeg síðustu fimm árin. 15. Arnheiður Guttormsdóttir Eyjólfs- son, ekkja Friðriks Franks Eyjólfssonar, í Winnipeg. Fædd 22. des. 1904 að Ottó, Man. Foreldrar: Guttormur skáld Gutt- ormsson og Jensína Júlía Daníelsd^tt.ir Guttormsson. Póstmeistari og símstjóri í Riverton, Man., í nærri aldarfjórðung. Ritfær vel. 18. Séra Guðmundur B. Guðmundsson, að heimili sínu í Las Vegas, Nevada. Fæddur í maí 1898, sonur Bjarna Guð- mundssonar frá Stardal á Stokkseyri í Árnessýslu (látinn) og konu hans Ingi- bjargar Jónsdóttur (í Tujunga, Kali- forníu). Kom til Kanada 13 ára en til Bandaríkjanna 1922. Tíu árum síðar lauk hann prestaskólanámi í Chicago. Hann gengdi prestsstörfum á ýmsum stöðum, meðal annars var hann lengi herprestur í Japan og Manila, en mörg síðari árin var hann prestur í Las Vegas,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.